Leita í fréttum mbl.is

sidustu dagarnir

Fostudagur
Eg vaknadi um 9leytid og lagdi af stad til Betlehem. Planid var ad skoda a.m.k faedingarkirkjuna. Eftir ca. 20 minutna yfirheyrslur fra hermanni vid checkpointid vid Nablus, helt eg af stad med Irskum gaur sem eg hitti thegar vid vorum ad finna leigubil. Vid komum til Betlehem eftir hreint ut sagt magnada keyrslu (fjallvegir, gomul thorp og gulfalleg nattura) og skodudum faedingarkirkjuna. Kirkjan var falleg og frekar merkilegt ad vera a theim stad sem "thetta allt byrjadi" eins og leidsogumadurinn okkar sagdi okkur. Einnig saum vid skotgotin a mosaikinu eftir umsatrid um kirkjuna fyrir nokkrum arum. Israelsmenn thordu ekki ad sprengja stadinn upp eins og their hefdu venjulega gert tho saklaust folk vaeri i meirihluta, heldur skutu nokkrum skotum inn og heldu kirkjunni i heljargreipum vegna orfarra uppreisnarmanna sem foldu sig medal saklauss folks. Einnig skodudum vid thann merkilega stad thar sem maria mey missti mjolkurdropa ur brjosti sinu thegar hun faldi sig fyrir hermonnum, og i dag er thetta vist mikill kraftaverkastadur. A leidinni til baka var leigubillinn sem eg var i stoppadur af hermonnum, eg tekinn ut og yfirheyrdur hversvegna eg vaeri a vesturbakkanum, theim storhaettulega stad og ekki sist Nablus, sem israelsmenn kalla hofudborg hrydjuverkamanna. Svo var eg spurdur somu skemmtilegu spurninganna og eg var spurdur a flugvellinum. Kammo hermadur samt, theim hundleidist sagdi hann thegar eg spurdi hann og honum fannst spennandi ad sja islenskan passa. Hafdi aldrei hitt islending adur og vildi forvitnast um ferdir minar. Thegar mer var loxins sleppt inn i bilinn aftur bad eg samferdamenn mina afsokunar a tofinni, syndi theim laeknavestid mitt og uppskar klapp a bakid (eg sagdi hermonnunum ad eg vaeri bara saklaus turisti).

Laugardagur
Eg for a motmaeli fjolskyldna fanga i Nablus. Af um 11000 fongum a vesturbakkanum eru ca. 2000 theirra fra Nablus, thar af 120 konur og ca 450 born. Mikil reidi, barattusongvar og sorg einkenndi motmaelin. Konurnar voru allar svartklaeddar og sveipudu sig kedjum medan thaer heldu a myndum af sonum sinum, eiginmonnum og barnabornum. (eg vildi oska thess ad eg gaeti sett inn myndir a thessa tolvu sem eg er a). Ein konan sem eg taladi vid var falleg gomul kona, sem atti son sem hafdi verid arum saman i fangelsi. Hun reyndi ad hitta son sinn um daginn thvi ar var lidid sidan hun fekk ad sja hann sidast, og eftir 3ja daga stref vid ad komast gegnum checkpoint, rifast vid hermenn og loks komast ad fangelsinu var henni tjad ad hun vaeri hrydjuverkamadur og fengi thar af leidandi ekki ad sja son sinn. Sakir sonarins? Juju, hann henti smastein i skriddreka sem var um thad bil ad fara ad skjota a vini hans. Einnig var tharna heyrnarlaus og fatladur einstaklingur sem syndi mer tvo skotsar sem hann hafdi fengid fyrir nokkrum arum. Astaeda skotsins? Juju...hann hlyddi ekki thegar hermennirnir oskrudu a hann ur nalaegri byggingu ad fara aftur inn i husid sem their voru ad skjota a. Leyniskytta haefdi hann beint gegnum skoflunginn og thad tok hann marga manudi ad geta gengid aftur  (ef gongulag maetti kalla). Annars hitti eg raedismann islands i jordaniu thennan sama dag thegar eg var ad slappa af i tyrkneska badinu,og vid hofdum ord a thvi hversu litill heimurinn vaeri. Majdi sagdi mer annan brandara um kvoldid:
Heimsendir verdur og folk fer til himna eda helvitis eftir thjod: USA til helvitis, frakkar til himna etc... Palestinumennirnir fara beint til himna, en svo er Gudi tjad af einum englinum ad thad se ekki meira plass i himnariki. Gud bydur theim tha vist i helviti sem their thiggja, enda odru eins vanir. Seinna kemur Kolski til Guds og tjair honum ad thad se heldur ekki plass fyrir palestinumennina i helviti. "ahh andskotinn, byggjum bara fyrir tha flottamannabudir og sendum tha thangad" svarar tha Gud.
Mjog lysandi brandari og thad var mikid hlegid ad honum thessum.

Sunnudagur
Eg for a tonleika med kinverksri fidlustelpu og sello/pianoleikara sem er upprunalega fra Hebron. Thau baedi spiludu klassisk verk eftir Mozart, Bach o.fl, og svo syndi stelpan meistaratakta thegar hun spiladi verk eftir Paganini (hun vann vist einhverja paganinikeppni um daginn), og allir satu dolfallnir og hlustudu a. Vid Majdi attum svo mjog gott spjall i gardinum um kvoldid, og her eru nokkur ord sem flugu i theim samraedum:
"Til ad gera byltingu tharf ad virkja OLL svid samfelagsins. Ekki adeins hid augljosa og politiska (ss. fangelsismal, hernamid etc..), heldur einnig "smaerri" mal eins og t.d menningarstarfid."
"ef their brjota nidur menningarlifid eins og their hafa reynt ad gera sidustu arin med utgongubonnum, umsatrum, innrasum og thesshattar tha brjota their nidur samfelagid ad sama skapi. Thetta hefur theim tekist ad thonokkru leyti. En vid berjumst med okkar sterkasta vopni - menningarlifinu. Med reglulegum menningarvidburdum eins og fidlutonleikum, sirkussyningum og thesshattar synum vid theim ad theim hefur ekki tekist aetlunarverk sitt - thad ad brjota okkur nidur.

 Annars er eg godur nuna, kominn med nyja viftu (tha thridju sidan eg flutti i ibudina), byrjadur ad vinna sjalfstaett sem hjukka a heilsugaeslustodinni og aetla ad reyna ad nyta timann sem eg a eftir herna sem best. Planid er ad fara fra Nablus 24.juli, fara thadan til Jerusalem i einn dag eda svo, og svo fara til Jordaniu i nokkra daga. Koma svo til tel aviv 31.juli/1.agust og eyda sidustu timunum minum i letilif a strondinni. Thetta thydir thad ad eg hef adeins um hva... 17 daga eftir her i nablus sem thydir thad ad thad fer ad halla a seinni hlutann herna. Vonandi tekst mer ad nyta timann sem best.
Hef thetta ekki lengra i bili
kv
Gunnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Frábær frásögn, klárlega finnst manni eins og maður sé bara kominn þangað út með þér.

Aron Björn Kristinsson, 7.7.2008 kl. 17:32

2 identicon

uff var ad sja frett a visi.is..... farid varlega ..... kv.fra Rumeniu Telma FA

Telma Fa (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

ÞEtta er rosalegt strákur. Gott hjá þér að vera að gera eitthvað svona sem þú byggir á allt þitt líf. Takk  fyrir skrifin, Skemmtilegur penni

Steinþór

Steinþór Ásgeirsson, 16.7.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Pétursson
Gunnar Pétursson
Höfundur er hjúkrunarfræðinemi staddur í Palestínu dagana 26.júní til 2.ágúst
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband