Leita í fréttum mbl.is

orðanotkun..

Frábært.
"Hernaðaraðgerðir" - og hverjum er ekki hundsama um líf 150-200 Allahu-Akhbar hrópandi terrorista og limi hundruða fleira? Þetta er svosem réttlætanlegt - Aumingja Ísraelsmenn eru orðnir langþreyttir á rakettunum frá Gazasvæðinu og mega þessvegna alveg verja sig að vild...

En ef orðinu "hryðjuverk" er skipt út fyrir "hernaðaraðgerðir" þá blasir málið öðruvísi við. Þrjár sálir ísraelskra hermanna sprengdar upp á varðstöð væru nóg til að kalla fram reiði og harkaleg viðbrögð í alþjóðasamfélaginu. Ætli vopnasendingin til Ísraelsmanna frá USA væri ekki tonninu þyngri þann daginn..
Magnað hvernig rétt orðanotkun getur breytt viðhorfi almennings og ráðamanna..

Að mínu mati eru 150-200 manns dánir ekki "hernaðaraðgerð" heldur fjöldamorð. Fjöldamorð með blessun hins vestræna heims og fleiri aðila.

Svo furðar fólk sig á því að ungir menn skuli finna sig knúna til að binda á sig sprengjubelti þegar sem allir sem þeir þekkja látast í svona fjöldamorði..


mbl.is 195 látnir, yfir 300 særðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver sagði einhverntíman að hryðjuverk séu stríð fátækra og stríð séu hryðjuverk ríkra. Ég hef einmitt verið að leika mér að reyna að endursegja fréttirnar sem koma þessu máli við með meira lýsandi máli þar sem raunveruleikafirrt orð eins og hernaður flugskeytaárás eru ekki notuð og menn falla ekki heldur deyja þeir. Ástæðan fyrir því að fólk getur heyrt þessar fréttir og haldið áfram að borða kvöldmatinn án þess að æla honum er einmitt að það sér ekki raunveruleikan bakvið fréttirnar og það sér hann ekki því raunveruleikinn hefur verið tekin úr þeim með tungumálinu

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Pétursson
Gunnar Pétursson
Höfundur er hjúkrunarfræðinemi staddur í Palestínu dagana 26.júní til 2.ágúst
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband