Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

orðanotkun..

Frábært.
"Hernaðaraðgerðir" - og hverjum er ekki hundsama um líf 150-200 Allahu-Akhbar hrópandi terrorista og limi hundruða fleira? Þetta er svosem réttlætanlegt - Aumingja Ísraelsmenn eru orðnir langþreyttir á rakettunum frá Gazasvæðinu og mega þessvegna alveg verja sig að vild...

En ef orðinu "hryðjuverk" er skipt út fyrir "hernaðaraðgerðir" þá blasir málið öðruvísi við. Þrjár sálir ísraelskra hermanna sprengdar upp á varðstöð væru nóg til að kalla fram reiði og harkaleg viðbrögð í alþjóðasamfélaginu. Ætli vopnasendingin til Ísraelsmanna frá USA væri ekki tonninu þyngri þann daginn..
Magnað hvernig rétt orðanotkun getur breytt viðhorfi almennings og ráðamanna..

Að mínu mati eru 150-200 manns dánir ekki "hernaðaraðgerð" heldur fjöldamorð. Fjöldamorð með blessun hins vestræna heims og fleiri aðila.

Svo furðar fólk sig á því að ungir menn skuli finna sig knúna til að binda á sig sprengjubelti þegar sem allir sem þeir þekkja látast í svona fjöldamorði..


mbl.is 195 látnir, yfir 300 særðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..þeir uppskera það sem þeir sá

Landtökumennirnir í Hebron tóku okkur ósköp fagnandi þegar við komum þangað í lok júni á þessu ári.

Strax um leið og hópurinn (sem var á vegum samtaka fyrrum hermanna ísraelshers, "Breaking the Silence") kom að "borgarhliðunum" var rútan stöðvuð og á móti okkur tóku þessir líka ljúfu ísraelsku landnemar. Þeir þustu að rútunni, reyndu að slá myndavélar úr höndunum á okkur og kölluðu okkur öllum illum nöfnum. Sumir þeirra voru vopnaðir vélbyssum og öðrum tólum.

Eftir að herlögregla og her voru mætt á staðinn tóku þessir yndislegu menn sér stöðu fyrir framan rútuna okkar (og sumir gengu upp að rútunni og öskruðu á okkur) og neituðu að hleypa okkur inn í bæinn þrátt fyrir að við hefðum dómsúrskurð upp á inngöngu.

Eftir heljarmikið þras við yfirvöld og endalausar svívirðingar í okkar garð fengum við loksins að komast inn í Hebron - í fylgd með nokkrum her- og herlögreglubílum. Þegar við komum að einhverjum merkilegum stað (moska feðranna eða e-ð - moska/sýnagóga í miðbæ Hebron) þusti að okkur stærri hópur landnema, öskraði á okkur, spurði okkur spurninga eins og "hvað tekurðu fyrir klukkutímann mellan þín?" og "hvar voru afar þínir og ömmur fyrir 60 árum síðan" og byrjuðu að ýta okkur, reyna að slá af okkur myndavélarnar og ógnuðu okkur. Ætli það hafi ekki verið um 40-50 hermenn og aðrir löggæslumenn á staðnum þegar mest var. Ég tek það fram að enginn úr hópnum yrti á landnemana eða sýndi nokkra ógnandi tilburði í garð þeirra. Við vorum aðeins þarna til að heyra um yfirgang landnema í garð Palestínumannanna sem þarna bjuggu, sem og á fleiri stöðum. Sögurnar sem við heyrðum frá þessum fyrrverandi hermönnum fengu marga til að fá tár í augun og aðra til að fyllast heift. Ég vaggaði milli beggja tilfinninga en reyndi að halda hlutleysi mínu.

Þegar við þurftum á endanum að hrökklast úr bænum og halda annað vegna þess að ekki var talið að hægt væri að tryggja öryggi okkar við þessar aðstæður tóku landnemarnir sig til og rústuðu búð Palestínsks manns sem var við götuna. Ástæðan? Jú, Palestínumaðurinn talaði við okkur. Afleiðingarnar fyrir landnemana af því að rústa ævistarfi manns? - jújú, nákvæmlega engar.

Svo uppskera menn sem þeir sá..

 


mbl.is Landtökumenn fluttir með valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Gunnar Pétursson
Gunnar Pétursson
Höfundur er hjúkrunarfræðinemi staddur í Palestínu dagana 26.júní til 2.ágúst
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband