Leita í fréttum mbl.is

orstutt faersla enn og aftur

Eg er einn i baenum nuna. Anna og Yusef foru til baejar i dag til ad veita ibuunum thar styrk og skjol. Sa baer er umkringdur landnemabyggdfum, og folkinu thar tokst ad snua aftur med hjalop erlendra sjalfbodalida eftir ad hafa verid rekid thadan med valdi af landnemum. Nuna eru landnemar staddir a stadnum allan solarhringinn, allan arsins hring til ad veita ibuum thessa thorps vernd og samstodu. Medan sjalfbodalidarnir eru tharna, fara landnemarnir litid ad gera.

Eg for i dag upp a klinikina, og thar var oskop rolegt eins og er thessa dagana eeeeeeeen.
Adferdir theirra vid ad sauma eru umtalsvert olikari okkar adferdum. Vid deyfum allt vodalega fallega thegar saumad er, en tharna er sarid bara hreinsad, manneskjunni sagt ad gripa i eitthvad og reyna ad halda kjafti og vera kyrr medan laeknirinn gerir sina vinnu. Um daginn fengum vid eitt krakkagrey i heimsokn med ljotann skurd, og hann thurfti ad thola 6 spor an deyfingar. Sama var uppi a teningnum i dag, fyrir utan thad ad thad var sarthjad kona med enn verri skurd... engin deyfing, ekkert vesen. Adferdin kemur til vegna laeknisfraedilegra astaedna segir laeknirinn... spurning hvort ad sarid groi betur ef hann sleppir deyfingunni.. andskoti sart samt ad horfa upp a thetta.

Eg var spurdur ut i tru i dag, og vid laeknirinn toludum lengi vel um truna. Hann segir ad thad se adeins einn gud, Allah og ad hlutverk muslima i lifinu se ad elska hann og ad vera elskadir af honum. Muslimar vilja frid, og fridur er eitt meginbodordid i tru theirra. Spurdur ad minni tru djokadi eg bara og sagdist vera asatruar (eg a alltaf eftir ad skra mig i felagid og byrja ad maeta a blot, bara svona upp a kulturinn), en thad leiddi til einna rosalegustu umraedna sem eg man eftir. Thad var allt i godu, en eg var bedinn um ad utskyra tru mina i itrustu smaatridum, og segja fra sogu islendinga og okkar truarbragda.

"kristni hefur verid throngvad upp a londin gegnum aldirnar, en islam hefur verid tekin upp vegna thess hversu truin okkar er fridsael og ad kaupmennirnir idkudu thessa tru " sagdi doktorinn i dag, og atti tha vid fyrrum sovetlydveldin sem i dag eru undir islam. Eg veit ekkert hversu mikid er til i sogulegum stadhaefingum hans, en eg veit thad ad thad folk herna sem eg hef hitt thrair frid ofar ollu. "thad er erfitt ad fyrirgefa thegar fjolskylda thin hefur verid drepin og husid thitt rifid" sag[i thessi sami laeknir einnig i dag thegar vid raeddum um mogu8lega lausn a vandanum i landinu. Eins-rikis lausnin er ekki malid ad hans mati, thar sem of margir eru fullir af hatri i gard israelsmanna. A medan thessu spjalli okkar stod sveimudu nokkrar F-16 orrustuthotur yfir hofdinu a okkur, svona rett eins og til ad undirstrika astandid.

Eg svaf annars litid sidustu nott... herinn kom inn i borgina og henti hljodsprengjum i dagoda stund adur en eg gat sofnad... fannst eg heyra skothvelli, en eg er ekki viss tho hvort um skothvelli eda hljiodsprengjur i lengri fjarlaegd hafi verid ad raeda. Vonandi verdur naesta nott betri.

Svo for eg i sirkusinn i dag og kenndi krokkunum sma basic i thvi ad blasa eldi. Thau verda med syningu eftir 12 daga, og planid er ad reyna ad troda eldatridi inn i syninguna fyrir thann tima. Eg hitti thau a laugardaginn og tha aettu thau ad vera buin ad aefa sig nogu mikid med vatn til ad geta farid ad blasa eldi. Vonandi verdur allt i godu med thau og allir anaegdir med utkomuna.

Jaeja, hef thetta ekki lengra i bili.
- Goomarr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll elskan enn og aftur - mamman algerlega ''róleg'' með soninn, meðan F-16 orusstuþotur sveima yfir höfði hans og skothvellir og læti alltum kring !því hann sjálfur, Allah og allir góðir vættir vernda hann :)

Við pops leggjum í hann á morgun, ferðin verður: Fire-workshop í Bretlandi, strúktúruppbygging og fiðlukennsla á Haiti, nokkur námskeið í Bogotá, vinna í Chile og íhugun í restina í Punta de Vacas í Andesfjöllunum - Argentínumegin. Komum aftur 7. ágúst. Verðum í tölvusambandi hluta tímans,  love, moms

Helga R (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Þetta er svaka upplifun hjá þér. Ég vona að ég endi á svipað spennandi slóðum allavega.. Er enn ekki búinn að fá staðfest hvar ég verð til að byrja með.

Aron Björn Kristinsson, 3.7.2008 kl. 22:12

3 identicon

úhúje!

Bara muna að segja þeim að nota réttu olíuna, ekki bensín ;)

Rakknar (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 21:45

4 identicon

þó það væri nú ekki nema deyfikrem, æji. vona að þú fáir betri svefn í nótt;) knús til önns

chiao

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Pétursson
Gunnar Pétursson
Höfundur er hjúkrunarfræðinemi staddur í Palestínu dagana 26.júní til 2.ágúst
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband