Leita í fréttum mbl.is

Reynsla mín af Palestínu í nokkrum orðum

Kannski man einhver eftir því síðasta sumar þegar Palestínumaður gekk berserksgang á jarðýtu í Jerúsalem að mig minnir.Fyrir gjörðir þessa manns ákváðu Ísraelsmenn, uppfullir manngæsku sem svo oft áður að rústa fjölbýlishúsinu þar sem þessi maður bjó. Nokkrar fjölskyldur sem höfðu ekkert með þennan mann að gera misstu þannig heimili sitt. Um þetta var talað í fréttunum eins og ekkert væri sjálfsagðara - einn maður gengur berserksgang (eins hryllilegt og það er fyrir þá sem verða fyrir því) og Ísraelsmenn hefna sín á óviðkomandi aðilum.

Þetta er að gerast á Gaza núna:Fámennur og róttækur hópur gerir óskunda, þar af leiðir hafa Ísraelsmenn í manngæsku sinni leyfi til að loka inni og slátra saklausum meirihluta.

Mig langar að birta í heild sinni smá fyrirlestur sem við sjálfboðaliðarnir sumar 2008 héldum í HÍ seint á síðasta ári, svona aaaðeins til að deila með fólki þeirri reynslu sem ég varð fyrir síðasta sumar..

Palestína – fyrirlestur 23.10 í Árnagarði

 

Mynd 1. – “Hvort er Spánn fyrir eða eftir Huwwarracheckpoint?”.

-         Viðgengum gegnum Balata flóttamannabúðirnar. Níþröng strætin urðu til þess að viðþurftum næstum því að leggja okkur upp við veggina ef við mættum einhverjum. ÍYaffa cultural center, miðstöð fyrir börn og unglinga í flóttamannabúðunumhittum við fyrir hóp af börnum sem hafði eftir langt og strangt umsóknarferli –fengið leyfi til að fara til Spánar til þess meðal annars að spila áfiðlutónleikum. Eitt barnið safnaði sér áður fyrr fyrir leikfangabyssu, eneftir að það kynntist tónlistarnámi í miðstöðinni fór það að safna sér fyrirfiðlu. Sköpun í stað leikja sem herma eftir skelfilegu umhverfi sem börninalast upp í. Eitt barnið spurði í fyllstu alvöru hvort Spánn væri áður eðaeftir að maður kæmi að Huwwarra checkpoint – svo lítið var um tækifæri þessarabarna til að sjá að veruleikinn utan Palestínu er ekki bara innrásir og eymd.

100_0173

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Mynd 2 – “þú ert hryðjuverkamaður, þú færð ekki aðsjá hann”

-         konaná mótmælunum. Þessi kona hafði ekki séð son sinn í 3 ár eftir að hann varhandtekinn fyrir að kasta smástein í átt að skriðdreka sem var nýbúinn að rústahúsi blásaklauss nágranna hans. Loksins þegar hún átti að fá að sjá son sinn,búin að ganga í gegnum langt og strangt umsóknarferli og 3ja daga ferðalaggegnum ýmsar varðstöðvar var henni tjáð þetta við innganginn að fangelsinu.“Við vitum að þú ert hryðjuverkamaður og þú færð ekki undir nokkrumkringumstæðum að sjá hann. Farðu nú”.

100_0273100_0273

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 3

-         fatlaði/þroskaheftimaðurinn. Hann er heyrnarlaus og heyrði ekki í leyniskyttunum sem öskruðu áhann þegar þeir ruddust inn í Nablus einhverntímann í seinni uppreisninni. Hannvar skotinn í báða fætur – gegnum hnén. Hann var á leið út í búð að kaupa sérbrauð þegar þetta gerðist.

100_0274

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Mynd 4 – Sofandi stúlkan í garðinum.

-          Abu Jihad var maður sem gaf mér og frönskum meðleigjanda mínum alltaf vatnspípu og te sem hannseldi í almenningsgarðinum. Hann var barn þegar fjölskylda hans flutti íflóttamannabúðir í Nablus og hefur búið þar alla tíð. Hann neitaði alltaf aðrukka okkur um eitt né neitt, en vildi þess í stað að við myndum bera vitni umaðstæðurnar sem hann lifði við. “Sjáðu litlu frænku mína þarna á stéttinni... Henni finnstsvo gott að sofa hérna á kvöldin. Hún á erfitt með að sofa í búðunum því maðurveit aldrei hvenær þeir ráðast inn. Hún er 10 ára gömul og pissar ennþá undirelsku stelpan. Gerðu það fyrir mig vinur, segðu fólkinu sögu okkar svo einhverátti sig vonandi á ástandinu og gefi okkur von um frið. Ég vil ekki aðbarnabörnin mín lifi sama veruleika og ég”.

100_0470100_0470

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 5 – fjögur X

Ég gisti hjáísraelskri fjölskyldu síðustu 2 næturnar mínar í landinu. Þau öll höfðu gegntherskyldu og litu á það sem eðlilegan hlut. Fínasta fólk og allt það þráttfyrir örlítinn skoðanaágreining, og þarna áttaði ég mig á því fyrst fyriralvöru – að við erum þegar öllu er á botninn hvolft – bara manneskjur. Ungtfólk og gamalt sem vill fá að lifa í friði og njóta þess tíma sem við höfum ájörðinni. Þessi mynd er af syninum í fjölskyldunni. 21 árs gömlum strák. Ég fórá djammið með honum og vinum hans í Tel Aviv, og hitti meðal annars fyrirhermanninn sem hótaði að skjóta mig og frakkann sem leigði með mér. Sá gaursagðist kannast við mig og ég sagði fátt annað en að hann hljóti að hafa séð migá einhverju checkpointinu þegar ég fór í smá “túristaferð” um vesturbakkann.

Ég spurði Amid,hermanninn sem ég gisti hjá hvort hann hefði skotið einhvern. Hann svaraði enguen benti á byssuna sína. Þar var búið að rista fjögur X.

Ég spyr lítillarspurningar: Hvaða ríkisstjórn lætur unga þegna sína sem rétt eru að hefjalífið, fólk eins og okkur sem erum hérna í kvöld – hvaða ríkisstjórn læturþegna sína gera svonalagað? Hvaða ástand verður til þess að ungt og eðlilegtfólk verður að taka sér vélbyssu í hönd og skjóta annað ungt fólk?

100_0785

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 6 – börnin í summercamp fyrir börn fanga.

-         Égfór í sumarbúðir fyrir börn í gömlu borginni í Nablus sem rekin eru affjölskyldum fanga. Þar hitti ég fyrir tvær stúlkur, Ranin og Hadir, 15 og 16ára gamlar. Með aðstoð túlks fékk ég að heyra sögu þeirra: Móðir þeirra ernýkomin úr fangelsi eftir 5 ára setu, en pabbi þeirra hefur verið inni ífangelsi í 6 og hálft ár. Þær urðu vitni að handtökunni. Hermenn réðust inn íhúsið þeirra og ráku fjölskylduna út á götu á meðan þeir rústuðu íbúðinniþeirra, tóku burt fjölskyldumyndir og eyðilögðu í leiðinni hús afa þeirra semvar þarna nálægt. “engar áhyggjur, við komum aftur með hana eftir 5 mínútur”sögðu hermennirnir við þær þar sem þær stóðu grátandi fyrir framan húsið.Skothvellur heyrðist og frændi þeirra lá í valnum. Þær heyrðu fyrst frá móðursinni eftir 5 mánuði og voru ánægðar að heyra að hún væri við ágætis heilsu þvíhún var veik fyrir handtökuna.

-         “Mammaer breytt. Hún talar öðruvísi við okkur núna. Gleðin sem var áður í röddinnihennar er horfin og hún sefur ekki vel. Pabbi var aldrei ákærður fyrir neitt ensamt situr hann inni” sagði Hadir hvíslandi. Ranin er í mikilli afneitungagnvart tilfinningum sínum skv. túlknum og er með mikla hegðunarerfiðleika.

-         Égspurði stelpurnar hvort þær teldu að friður væri mögulegur:

-         “égveit ekki hvort friður muni komast á en ég vona það samt alltaf. Ég veit samtað þó að það verði friður og við lifum með ísraelum í landinu án þess að vera ístríði, þá mun friðurinn ekki færa okkur ástvini okkar aftur. Það eina sem égvil núna er framtíð, því mér finnst ég ekki eiga framtíð núna. Ætli friðurinnfæri okkur ekki framtíð kannski?” sagði Hadir í lokin. Hana langar að verðahjúkrunarfræðingur en sér ekki fram á að hún geti orðið það eins og ástandið ernúna.

100_0606

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 7 – welcomewelcome!

-         ogsvo í lokin langar mig bara til að sýna mynd af nokkrum guttum úr hverfinu mínu sem voru dæmigerðir fyrir það fólk sem heilsaði manni alltaf á götunni. ,,Welcomewelcomewelcome!" Ungir sem aldnir heilsamanni allsstaðar þar sem maður gengur. Í Nablus er maður öruggur því maðurfinnur svo mikið fyrir því hvað maður er velkominn þar. Fimm mínútna gönguleiðverður að hálftíma labbi þar sem maður spjallar við svo gott sem alla sem mætamanni á götunni, og stundum er manni boðið í te þrátt fyrir að maður sé áhraðferð.

100_0566100_0566

      

 

 

 

 

 

 

Palestína snerti mig meira en nokkuð land sem ég hef ferðast til hefur gert.. Ég get ekki annað en hugsað til þessa yndislega fólks á þessum skelfilegu tímum. Hvað þá til þeirra ísraelsku hermanna sem ég kynntist í Tel Aviv.. Vonandi jafnar sálarlíf þeirra sig einhverntíman á þeim voðaverkum sem þeir eru mögulega að fremja þessa dagana 

 


mbl.is 12 úr sömu fjölskyldu létust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Pétursson

....einhverra hluta vegna urðu nokkur orðanna samliggjandi í þessari færslu, og svo birtast sumar myndirnar tvisvar.

Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta gerðist og nenni ekki að laga þetta að svo stöddu:)

Gunnar Pétursson, 6.1.2009 kl. 15:56

2 identicon

Við störf mín í Damaskus hjá Palestínuflóttamannahjálpinni UNRWA - fullkomlega orðlaus yfir stöðu mála, einn af okkar skólum í Gaza var sprengdur í dag. Samstarfsmenn vinna störf sýn undir óhugsandi aðstæðum. Við á vettvangi  í  Sýrlandi verðum vör við mikla sorg, mikil reiði og mikla þörf á á að fá að hjálpa. Á morgun byrjum við söfnunarherferð tilhanda okkar fólki á GAZA, söfnunin fer fram í byggingum UNRWA í öllum flóttamannabúðunum í Sýrlandi (13 talsins). Þeir fátækustu ætla að standa með sínu fólki. Mesta áhyggjuefnið er hvernig við komum hjálpinni til skila. Framhaldið mjög óljóst. Palestínuflóttamenn búa við ömurlegar aðstæður á öllu svæðinu, hversu lengi getur hörmungarástand versnað.

Björk Hakansson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Gunnar Pétursson

Úff... þetta er skelfilegt ástand.. Ég get varla hugsað mér hvernig ástandið er þarna úti núna.. Helst að maður vilji skella sér til Gaza og reyna að leggja hönd á plóginn, en eins og málin standa núna hlýtur það að vera allt að því ómögulegt að komast inn á svæðið..

Gunnar Pétursson, 6.1.2009 kl. 19:09

4 Smámynd: Ellý

og þennan viðbjóð styðja bandaríkjamenn -_-  flott grein hjá þér, þrátt fyrir samliggjandi orð og tvöfaldar myndir.

Ellý, 7.1.2009 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Pétursson
Gunnar Pétursson
Höfundur er hjúkrunarfræðinemi staddur í Palestínu dagana 26.júní til 2.ágúst
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband