Leita í fréttum mbl.is

opið bréf til Ísraelsstjórnar og velunnara hennar

Ég get ekki lengur verið málefnalegur eða fullkomnlega hlutlaus í þessari umræðu. Augu mín hafa séð of mikinn hrylling í fréttunum síðustu daga og reynsla mín frá síðasta sumri þegar ég dvaldist sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum segir mér að hér sé eitthvað virkilega rangt í gangi.
Opinber yfirlýsing mín í garð Ísraelskra stjórnvalda og stuðningsmanna hennar er þannig eftirfarandi:

Kæra Ísraelsstjórn og velunnarar hennar.
Skammist ykkar! Skammist ykkar niður í tær og ég vona af öllu hjarta að gjörðir ykkar muni fylgja ykkur líkt og drýsill á baki ykkar út lífið. Ég vona svo sannarlega að þið sofið á nóttunni, þið morðingjar sem fótum troðið allt sem kallast getur mannréttindi. Skotið er á bílalestir hjálparstarfsmanna, skólar alþjóðlegra stofnana eru sprengdir í tætlur og hjálparstofnunum er meinaður aðgangur að Gaza. Fréttaflutningur er takmarkaður og ritskoðaður þannig að við fáum líklegast seint eða aldrei að heyra alla söguna hvað er í raun og veru að gerast þarna.
Saklausu fólki er slátrað jafnt sem bardagamönnum og það í hundraðatali. Talan er nú farin að nálgast 1000, og ég býst við því að hjarta ykkar slái aukaslag þegar þúsundasti "andstæðingur" ykkar er felldur. Vonandi finnið þið fyrir þessu aukaslagi í hjartanu og vonandi munið þið muna þetta eina aukaslag. Ef drápin verða fleiri í þessari útrýmingarherferð ykkar þá vona ég að þið munið þau öll - því hvert eitt og einasta líf sem þarna tapast, jafnt Palestínumanna sem ykkar eigin hermanna er afleiðing af þeirri stefnu sem þið hafið látið viðgangast í of langan tíma.

Ég veit að landsvæðið er mikilvægt á svo marga vegu fyrir báða aðila og að hvorugur er tilbúin að láta það af hendi, en það er einfaldlega þannig að það VERÐUR að finnast lausn á þessu máli. Vesturbakkinn er ekki lengur Palestínskt sjálfsstjórnarsvæði, heldur er svæðið morandi í ólöglegum landnemabyggðum þar sem íbúar þeirra beita oftar en ekki ofbeldi, jafnt líkamlegu sem efnahagslegu og andlegu ofbeldi þá Palestínumenn sem í kring búa. Bújarðir eru teknar af bláfátækum bændum, vegir lagðir gegnum ræktarland og lágur veggur sem heldur ekki hryðjuverkamönnum heldur búfénaði í burtu er lagður meðfram veginum.

Lokir þú dýr inni og þrengir sífellt að búsvæði þess þá kemur að því einn daginn að það mun bíta. Blástu í blöðru nógu lengi og hún springur. Sláðu lítið barn utanundir nógu oft og það kemur að því að það safnar kröftum og slær einn daginn harkalega frá sér. Hættir þú aftur á móti að þrengja að dýrinu og gefir því eftir athafnasvæði má vel vera að það láti þig í friði þó það fyrirgefi þér seint fyrir að hafa þrengt svona að því.

Kæra Ísraelsstjórn og velunnarar hennar: Ég vona að þið sofið á nóttunni. Ég vona að friður sé í hjarta ykkar þegar þið sofnið á kvöldin. Ég vona að áður en ykkar síðasti andardráttur rennur upp flæði um ykkur friðartilfinning og þið fyllist skilningi á þeim voðaverkum sem þið hafið gerst sekir um.
Ég vona að þið getið sagt einn daginn við þá sem misst hafa ástvini sína - jafnt ísraelska sem palestínska - að ykkur þyki fyrir því að líf þeirra hafi glatast. Og ég vona af öllu hjarta að einhver - þó það væri aðeins ein manneskja - muni fyrirgefa ykkur þessi voðaverk.

Friður, kraftur og gleði sé með ykkur - því það er sú tilfinning sem þið þarfnist á augnablikinu.

-Gunnar Pétursson
Hjúkrunarfræðinemi á 3.ári við Háskóla Íslands, sjálfboðaliði í Nablus, Vesturbakkanum sumarið 2008.


mbl.is Yfir 800 hafa látist á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynsla mín af Palestínu í nokkrum orðum

Kannski man einhver eftir því síðasta sumar þegar Palestínumaður gekk berserksgang á jarðýtu í Jerúsalem að mig minnir.Fyrir gjörðir þessa manns ákváðu Ísraelsmenn, uppfullir manngæsku sem svo oft áður að rústa fjölbýlishúsinu þar sem þessi maður bjó. Nokkrar fjölskyldur sem höfðu ekkert með þennan mann að gera misstu þannig heimili sitt. Um þetta var talað í fréttunum eins og ekkert væri sjálfsagðara - einn maður gengur berserksgang (eins hryllilegt og það er fyrir þá sem verða fyrir því) og Ísraelsmenn hefna sín á óviðkomandi aðilum.

Þetta er að gerast á Gaza núna:Fámennur og róttækur hópur gerir óskunda, þar af leiðir hafa Ísraelsmenn í manngæsku sinni leyfi til að loka inni og slátra saklausum meirihluta.

Mig langar að birta í heild sinni smá fyrirlestur sem við sjálfboðaliðarnir sumar 2008 héldum í HÍ seint á síðasta ári, svona aaaðeins til að deila með fólki þeirri reynslu sem ég varð fyrir síðasta sumar..

Palestína – fyrirlestur 23.10 í Árnagarði

 

Mynd 1. – “Hvort er Spánn fyrir eða eftir Huwwarracheckpoint?”.

-         Viðgengum gegnum Balata flóttamannabúðirnar. Níþröng strætin urðu til þess að viðþurftum næstum því að leggja okkur upp við veggina ef við mættum einhverjum. ÍYaffa cultural center, miðstöð fyrir börn og unglinga í flóttamannabúðunumhittum við fyrir hóp af börnum sem hafði eftir langt og strangt umsóknarferli –fengið leyfi til að fara til Spánar til þess meðal annars að spila áfiðlutónleikum. Eitt barnið safnaði sér áður fyrr fyrir leikfangabyssu, eneftir að það kynntist tónlistarnámi í miðstöðinni fór það að safna sér fyrirfiðlu. Sköpun í stað leikja sem herma eftir skelfilegu umhverfi sem börninalast upp í. Eitt barnið spurði í fyllstu alvöru hvort Spánn væri áður eðaeftir að maður kæmi að Huwwarra checkpoint – svo lítið var um tækifæri þessarabarna til að sjá að veruleikinn utan Palestínu er ekki bara innrásir og eymd.

100_0173

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Mynd 2 – “þú ert hryðjuverkamaður, þú færð ekki aðsjá hann”

-         konaná mótmælunum. Þessi kona hafði ekki séð son sinn í 3 ár eftir að hann varhandtekinn fyrir að kasta smástein í átt að skriðdreka sem var nýbúinn að rústahúsi blásaklauss nágranna hans. Loksins þegar hún átti að fá að sjá son sinn,búin að ganga í gegnum langt og strangt umsóknarferli og 3ja daga ferðalaggegnum ýmsar varðstöðvar var henni tjáð þetta við innganginn að fangelsinu.“Við vitum að þú ert hryðjuverkamaður og þú færð ekki undir nokkrumkringumstæðum að sjá hann. Farðu nú”.

100_0273100_0273

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 3

-         fatlaði/þroskaheftimaðurinn. Hann er heyrnarlaus og heyrði ekki í leyniskyttunum sem öskruðu áhann þegar þeir ruddust inn í Nablus einhverntímann í seinni uppreisninni. Hannvar skotinn í báða fætur – gegnum hnén. Hann var á leið út í búð að kaupa sérbrauð þegar þetta gerðist.

100_0274

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Mynd 4 – Sofandi stúlkan í garðinum.

-          Abu Jihad var maður sem gaf mér og frönskum meðleigjanda mínum alltaf vatnspípu og te sem hannseldi í almenningsgarðinum. Hann var barn þegar fjölskylda hans flutti íflóttamannabúðir í Nablus og hefur búið þar alla tíð. Hann neitaði alltaf aðrukka okkur um eitt né neitt, en vildi þess í stað að við myndum bera vitni umaðstæðurnar sem hann lifði við. “Sjáðu litlu frænku mína þarna á stéttinni... Henni finnstsvo gott að sofa hérna á kvöldin. Hún á erfitt með að sofa í búðunum því maðurveit aldrei hvenær þeir ráðast inn. Hún er 10 ára gömul og pissar ennþá undirelsku stelpan. Gerðu það fyrir mig vinur, segðu fólkinu sögu okkar svo einhverátti sig vonandi á ástandinu og gefi okkur von um frið. Ég vil ekki aðbarnabörnin mín lifi sama veruleika og ég”.

100_0470100_0470

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 5 – fjögur X

Ég gisti hjáísraelskri fjölskyldu síðustu 2 næturnar mínar í landinu. Þau öll höfðu gegntherskyldu og litu á það sem eðlilegan hlut. Fínasta fólk og allt það þráttfyrir örlítinn skoðanaágreining, og þarna áttaði ég mig á því fyrst fyriralvöru – að við erum þegar öllu er á botninn hvolft – bara manneskjur. Ungtfólk og gamalt sem vill fá að lifa í friði og njóta þess tíma sem við höfum ájörðinni. Þessi mynd er af syninum í fjölskyldunni. 21 árs gömlum strák. Ég fórá djammið með honum og vinum hans í Tel Aviv, og hitti meðal annars fyrirhermanninn sem hótaði að skjóta mig og frakkann sem leigði með mér. Sá gaursagðist kannast við mig og ég sagði fátt annað en að hann hljóti að hafa séð migá einhverju checkpointinu þegar ég fór í smá “túristaferð” um vesturbakkann.

Ég spurði Amid,hermanninn sem ég gisti hjá hvort hann hefði skotið einhvern. Hann svaraði enguen benti á byssuna sína. Þar var búið að rista fjögur X.

Ég spyr lítillarspurningar: Hvaða ríkisstjórn lætur unga þegna sína sem rétt eru að hefjalífið, fólk eins og okkur sem erum hérna í kvöld – hvaða ríkisstjórn læturþegna sína gera svonalagað? Hvaða ástand verður til þess að ungt og eðlilegtfólk verður að taka sér vélbyssu í hönd og skjóta annað ungt fólk?

100_0785

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 6 – börnin í summercamp fyrir börn fanga.

-         Égfór í sumarbúðir fyrir börn í gömlu borginni í Nablus sem rekin eru affjölskyldum fanga. Þar hitti ég fyrir tvær stúlkur, Ranin og Hadir, 15 og 16ára gamlar. Með aðstoð túlks fékk ég að heyra sögu þeirra: Móðir þeirra ernýkomin úr fangelsi eftir 5 ára setu, en pabbi þeirra hefur verið inni ífangelsi í 6 og hálft ár. Þær urðu vitni að handtökunni. Hermenn réðust inn íhúsið þeirra og ráku fjölskylduna út á götu á meðan þeir rústuðu íbúðinniþeirra, tóku burt fjölskyldumyndir og eyðilögðu í leiðinni hús afa þeirra semvar þarna nálægt. “engar áhyggjur, við komum aftur með hana eftir 5 mínútur”sögðu hermennirnir við þær þar sem þær stóðu grátandi fyrir framan húsið.Skothvellur heyrðist og frændi þeirra lá í valnum. Þær heyrðu fyrst frá móðursinni eftir 5 mánuði og voru ánægðar að heyra að hún væri við ágætis heilsu þvíhún var veik fyrir handtökuna.

-         “Mammaer breytt. Hún talar öðruvísi við okkur núna. Gleðin sem var áður í röddinnihennar er horfin og hún sefur ekki vel. Pabbi var aldrei ákærður fyrir neitt ensamt situr hann inni” sagði Hadir hvíslandi. Ranin er í mikilli afneitungagnvart tilfinningum sínum skv. túlknum og er með mikla hegðunarerfiðleika.

-         Égspurði stelpurnar hvort þær teldu að friður væri mögulegur:

-         “égveit ekki hvort friður muni komast á en ég vona það samt alltaf. Ég veit samtað þó að það verði friður og við lifum með ísraelum í landinu án þess að vera ístríði, þá mun friðurinn ekki færa okkur ástvini okkar aftur. Það eina sem égvil núna er framtíð, því mér finnst ég ekki eiga framtíð núna. Ætli friðurinnfæri okkur ekki framtíð kannski?” sagði Hadir í lokin. Hana langar að verðahjúkrunarfræðingur en sér ekki fram á að hún geti orðið það eins og ástandið ernúna.

100_0606

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 7 – welcomewelcome!

-         ogsvo í lokin langar mig bara til að sýna mynd af nokkrum guttum úr hverfinu mínu sem voru dæmigerðir fyrir það fólk sem heilsaði manni alltaf á götunni. ,,Welcomewelcomewelcome!" Ungir sem aldnir heilsamanni allsstaðar þar sem maður gengur. Í Nablus er maður öruggur því maðurfinnur svo mikið fyrir því hvað maður er velkominn þar. Fimm mínútna gönguleiðverður að hálftíma labbi þar sem maður spjallar við svo gott sem alla sem mætamanni á götunni, og stundum er manni boðið í te þrátt fyrir að maður sé áhraðferð.

100_0566100_0566

      

 

 

 

 

 

 

Palestína snerti mig meira en nokkuð land sem ég hef ferðast til hefur gert.. Ég get ekki annað en hugsað til þessa yndislega fólks á þessum skelfilegu tímum. Hvað þá til þeirra ísraelsku hermanna sem ég kynntist í Tel Aviv.. Vonandi jafnar sálarlíf þeirra sig einhverntíman á þeim voðaverkum sem þeir eru mögulega að fremja þessa dagana 

 


mbl.is 12 úr sömu fjölskyldu létust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

orðanotkun..

Frábært.
"Hernaðaraðgerðir" - og hverjum er ekki hundsama um líf 150-200 Allahu-Akhbar hrópandi terrorista og limi hundruða fleira? Þetta er svosem réttlætanlegt - Aumingja Ísraelsmenn eru orðnir langþreyttir á rakettunum frá Gazasvæðinu og mega þessvegna alveg verja sig að vild...

En ef orðinu "hryðjuverk" er skipt út fyrir "hernaðaraðgerðir" þá blasir málið öðruvísi við. Þrjár sálir ísraelskra hermanna sprengdar upp á varðstöð væru nóg til að kalla fram reiði og harkaleg viðbrögð í alþjóðasamfélaginu. Ætli vopnasendingin til Ísraelsmanna frá USA væri ekki tonninu þyngri þann daginn..
Magnað hvernig rétt orðanotkun getur breytt viðhorfi almennings og ráðamanna..

Að mínu mati eru 150-200 manns dánir ekki "hernaðaraðgerð" heldur fjöldamorð. Fjöldamorð með blessun hins vestræna heims og fleiri aðila.

Svo furðar fólk sig á því að ungir menn skuli finna sig knúna til að binda á sig sprengjubelti þegar sem allir sem þeir þekkja látast í svona fjöldamorði..


mbl.is 195 látnir, yfir 300 særðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..þeir uppskera það sem þeir sá

Landtökumennirnir í Hebron tóku okkur ósköp fagnandi þegar við komum þangað í lok júni á þessu ári.

Strax um leið og hópurinn (sem var á vegum samtaka fyrrum hermanna ísraelshers, "Breaking the Silence") kom að "borgarhliðunum" var rútan stöðvuð og á móti okkur tóku þessir líka ljúfu ísraelsku landnemar. Þeir þustu að rútunni, reyndu að slá myndavélar úr höndunum á okkur og kölluðu okkur öllum illum nöfnum. Sumir þeirra voru vopnaðir vélbyssum og öðrum tólum.

Eftir að herlögregla og her voru mætt á staðinn tóku þessir yndislegu menn sér stöðu fyrir framan rútuna okkar (og sumir gengu upp að rútunni og öskruðu á okkur) og neituðu að hleypa okkur inn í bæinn þrátt fyrir að við hefðum dómsúrskurð upp á inngöngu.

Eftir heljarmikið þras við yfirvöld og endalausar svívirðingar í okkar garð fengum við loksins að komast inn í Hebron - í fylgd með nokkrum her- og herlögreglubílum. Þegar við komum að einhverjum merkilegum stað (moska feðranna eða e-ð - moska/sýnagóga í miðbæ Hebron) þusti að okkur stærri hópur landnema, öskraði á okkur, spurði okkur spurninga eins og "hvað tekurðu fyrir klukkutímann mellan þín?" og "hvar voru afar þínir og ömmur fyrir 60 árum síðan" og byrjuðu að ýta okkur, reyna að slá af okkur myndavélarnar og ógnuðu okkur. Ætli það hafi ekki verið um 40-50 hermenn og aðrir löggæslumenn á staðnum þegar mest var. Ég tek það fram að enginn úr hópnum yrti á landnemana eða sýndi nokkra ógnandi tilburði í garð þeirra. Við vorum aðeins þarna til að heyra um yfirgang landnema í garð Palestínumannanna sem þarna bjuggu, sem og á fleiri stöðum. Sögurnar sem við heyrðum frá þessum fyrrverandi hermönnum fengu marga til að fá tár í augun og aðra til að fyllast heift. Ég vaggaði milli beggja tilfinninga en reyndi að halda hlutleysi mínu.

Þegar við þurftum á endanum að hrökklast úr bænum og halda annað vegna þess að ekki var talið að hægt væri að tryggja öryggi okkar við þessar aðstæður tóku landnemarnir sig til og rústuðu búð Palestínsks manns sem var við götuna. Ástæðan? Jú, Palestínumaðurinn talaði við okkur. Afleiðingarnar fyrir landnemana af því að rústa ævistarfi manns? - jújú, nákvæmlega engar.

Svo uppskera menn sem þeir sá..

 


mbl.is Landtökumenn fluttir með valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

klukkið?

jæja ég er að finna afsökun til að læra EKKI...

aron björn klukkaði mig þannig að hér er það:

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Uppvaskari á Broadway/starfsmaður í eldhúsi

fræðari hjá Jafningjafræðslunni

starfsmaður í aðhlynningu á elliheimili

LSH krabbameinsdeild og gjörgæsla

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Die Hard safnið

Kill Bill vol1

Magnolia

Clockwork Orange

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Anastácio - Brasilíu

Mosfellsbæ

Reykjavík

Nablus (ég tel 5 vikur að leigja það að búa)


Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

CSI Miami

House

ER

Big Bang Theory

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Haiti

Ástralía

Palestína

Ítalía

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega(fyrir utan bloggsíður):

mbl.is

facebook.com

ugla.hi.is

www.wulffmorgenthaler.com

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Beikonburger!!

Grillkjöt

Shawarma

morgunkorn

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Hugleiksbækurnar

100 strokes of the brush before bed

Ilmurinn

the art of war

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

palestína

Brasilía

Suðurskautið

Haiti

 

..annars er allt fínt að frétta af mér. Lífið heldur áfram og ég reyni að njóta þess eftir bestu getu

 


kem heim a laugardaginn

Jaeja. Tha er ferdalagi minu naer lokid herna i Palestinu. Thad er otruleg tilfinning ad eftir adeins nokkra daga verdi eg kominn aftur heim a litla island.

Herna a thessum tima sem eg hef eytt i Palestinu hef eg laert mun meira en mig hefdi grunad. Eg hef sed folk sem er svo miklu rikara en nokkur sem eg hef hitt. Folkid herna er yndislegt. Madurinn sem selur vatnspipurnar i gardinum, heyrnarlausi madurinn sem var skotinn, laeknirinn sem kenndi mer margt um islam, krakkarnir i gotunni, leigusalinn minn sem bydur mer alltaf i te thegar eg er einn heima, beduinarnir i eydimorkinni i Petru sem leyfdu okkur ad gista med ser, allir leigubilstjorarnir og allt hitt folkid sem eg hef hitt herna - hafa markad spor i sal mina sem eg mun njota ad stiga aftur i thegar eg kem heim.

I augnablikinu er eg med nokkra turista i heimsokn sem eg kynntist i Petru i Jordaniu. Thau voru a ferdalagi med israelskum samtokum sem bjoda ungu folki i USA i ferdalog til heilaga landsins og fraeda thau um rett theirra a thessu landi. Eg akvad ad syna theim hvernig astandid er herna austan mursins og thau eru svo uppnumin af astandinu og thessu yndislega folki ad thau akvadu ad vera med okkur Dominique eina nott i vidbot. I stadinn aetla thau ad kynna mig fyrir nokkrum israelum i Tel Aviv thegar eg eydi sidustu tveim dogunum minum thar. Thad verdur laerdomsrikt.

Thannig ad eg fer fra yndislegu yndislegu Nablus a morgun. Eg held eg nenni ekki ad blogga meira thar til eg kem heim, thannig ad thetta verdur sidasta faersla min fyrir heimfor.

Takk ollsumul fyrir ad fylgjast med mer og syna malefninu ahuga. Eg met thad mikils.
kv - i sidasta skiptid fra Palestinu
Gunnar


Um naestu dagana

Blessad se folkid. Eg vildi bara lata vita af mer og minu plani fyrir naestu daganan thar sem ekki er vist ad eg verdi i internet- eda simasambandi naestu dagana.
Rett a eftir held eg til Ramallah thar sem planid er ad eyda kvoldinu i sma skemmtilegheit. I fyrramalid verdur haldid til Jordaniu thar sem vid munum eyda helginni i ad skoda Amman asamt thvi ad leigja bil og keyra til Petru (og jafnvel eitthvad annad?).
Vid komum orugglega aftur til Nablus a manudagskvoldid, og vid Dominique verdum mjog uppteknir vid ad standa i ad klara sidustu vidtolin og thesshattar adur en vid forum til Jerusalem a midvikudaginn.
Fimmtudaginn 31.agust munum vid svo halda til Tel Aviv og taka thar nokkur vidtol vid ymis samtok og/eda folk uti a gotu um astand mala i landinu. Vonandi kemur eitthvad af viti ut ur theim vidtolum en ef ekki tha bara thad.

Laugardaginn 2.agust legg eg svo af stad heim, og ad thvi gefnu ad mer verdi hleypt inn i velina til London (eg byst sterklega vid yfirheyrslum og itarlegri leit a flugvellinum i tel aviv m.v thad sem sjalfbodalidar ganga venjulega i gegnum) lendi eg a islandi seint um kvoldid.

Thegar eg kem heim langar mig ad vinna ad bok byggdri a theim atburdum og theim samtolum sem eg hef lent i herna: ss. blanda af ferdasogu og samtolum vid folkid sem eg hef hitt herna. Eins og stendur kemur hun til med ad heita "Welcome - saga fra Palestinu". Vonandi verdur eitthvad ur thessu.

Well, eg lofa engu hvort eg bloggi eitthvad thangad til eg kem heim, en kannski kemst eg ad med eins og eina stutta faerslu adur en eg fer heim
Hafid thad gott
kv.
Gunnar


orstutt og videigandi

Kæri heimur


Kæri heimur,opnaðu augun
allt sem þú sást ekki
sem var þér hulið undir augnlokum
blekkingarinnar

Fyrir þá sem hafa látið lífið er þeir opnuðu augun
skaltu líta tvisvar á þá sem byrgðu þér sýn.
Á þá sem keyptu af þér sjálfan þig,
skaltu hrækja,
líta lengi á

Kæri heimur,við höfum mátt þola margt
og látið okkur fátt um finnast
En við eigum þetta ekki skilið

Taktu í hönd mína
og opnum augun saman

---------------
Mer fannst thetta bara vera vel vid haefi og akvad ad skella thessu inn. Ljod sem eg samdi fyrir einhverjum 7 arum sidan thegar eg var i theim pakkanum.


og hann stoppadi heila 41 minutu i palestinu!

Hin yndislega borg (uthverfi Jerusalem eins og margir vilja kalla hana i grini) Ramallah var undirlogd af hardri oryggisgaeslu thegar vid attum thar leid um i dag.

Vid forum fra Nablus i morgun og eftirlitid var hart. Fyrsti checkpointinn milli Nablus og Ramallah (ss. sa sem er eftir Huwwara, adalcheckpointinu) var trodfullur af bilum i einni mestu kaos sem eg hef sed. Allnokkud longu ferdalagi (m.v vanalega) og nokkrum checkpointum (faeranlegum) sidar komumst vid loks til Ramallah og forum beint i Jordanska sendiradid til ad verda okkur uti um aritun, thar sem vid verdum i Jordaniu um helgina i sma frii. Eftir hadegismat var akvedid ad kikja a grof Arafats sem er inni a svaedi hofudstodva heimastjornar palestinu, og oryggisgaeslan var otruleg. Sersveitarmenn palestinsku heimastjornarinnar, venjulegir hermenn og allskonar vopnadir verdir uti um allt. Vid komumst samt a endanum ad grof arafats og fengum meira ad segja ad taka myndir af hermonnunum.

Allt thetta vesen fyrir heila 41 minutu sem hann Obama okkar var svo godur ad gefa palestinumonnum i 36 tima heimsokn sinni til israels og herteknu svaedanna. Takk elsku madur, takk.


mbl.is Obama kominn til Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Born, fangelsi, sumarbudir og titillinn heidursflottamadur

"Eftir alltsaman erum vid oll mennsk. Mer er ekki illa vid hinn almenna borgara, en mer er ekki vel vid israelsstjorn, zionistana eda studningsmenn theirra. Sjadu hendina a mer... eg setti hendurnar fyrir mig thegar besti vinur minn var drepinn fyrir framan mig og their skutu samt i hendina a mer. Hvernig heldurdu ad thetta skapi vidhorf mitt gagnvart Israelsstjorn? Vid verdum engu ad sidur ad gera allt sem i okkar valdi stendur til ad fa frid og frelsi" - Shamer, 19 ara strakur sem er ad laera bradalidann i Nablus. Hann var 14 ara thegar hann var skotinn i hendina. Skotid for i gegn milli thumalputta og visifingurs, og orid sest vel i dag. "Fridur fyrir alla. Ekki bara okkur palestinumenn og Israela, heldur einnig fyrir folkid i heiminum. Thad er min eina osk" sagdi hann svo ad lokum. A laugardaginn hitti eg stulku a klinikinni med mjog lysandi nafn. Estiqlal, sem thydir sjalfstaedi. Um kvoldid lekum vid Dominique vid litlu strakana i gotunni okkar sem garga alltaf a okkur um fotbolta og segja "he my friend is donkey. He don't like Gudjohnsen". Yndislegir krakkar.

Sunnudagurinn var sidasti dagurinn minn a klinikinni i Sabastia. Dr Mohammad kvaddi mig med ordunum "Gud gefur gott, en Gud gefur lika thad slaema fyrir okkur mennina til ad gleyma ekki hversu gott vid getum haft thad se vilji okkar til betra lifs fyrir hendi. Ekki gleyma thvi Gunnar, ad lifid er heilagt og madur skyldi aldrei leita leida til ad eyda thvi". Orrustuflugvelarnar voru ovenju havaerar og lagfleygar thennan dag. Majdi segir mer ad thar sem thaer megi ekki aefa sig yfir israelskum borgum tha aefi thaer sig yfir theim palestinsku, med tilheyrandi havada, skemmdum a byggingum og hraedslu medal barnanna. Stundum brjota thaer hljodmurinn rett yfir borgunum og havadinn verdur aerandi. Fyrir nokkrum arum sidan hrapadi ein flugvel rett vid Nablus, og tilviljun ein redi thvi ad hun lenti utan smabaejar hinumegin vid fjallid.

Gaerdagurinn var yndislegur. Vid Dominique forum saman i sumarbudir fyrir born fanga i gomlu borginni. Thar raeddum vid vid nokkur born med adstod tulks, og her eru nokkrar fleygar setningar:
Hadir og Ranin (15 og 16 ara systur): ,,Astandid var mjog erfitt medan mamma var i fangelsi, og vid soknudum hennar mikid. Vid saum handtokuna thegar israelskir hermenn toku alla fjolskylduna ut a gotu". Their toku modur hennar afsidis og sogdu bornunum ad fara inn - mamma theirra kaemi eftir  minutur. Einnig rustudu their heimili afa theirra, toku allar myndir ut af heimilinu, drapu fraenda theirra og eydilogdu hus theirra. Thaer heyrdu fyrst fra henni 5 manudum eftir handtokuna og tha hafdi hun ekki verid akaerd, en thaer voru anaegdar ad hun vaeri vid goda heilsu, thar sem heilsan var mjog slaem vid handtokuna.
,,Mamma er breytt nuna. Hun talar odruvisi vid okkur nuna. Hun er veikari, daprari og lidur ekki vel." Stelpurnar voru tregar ad tja sig um tilfinningar sinar thratt fyrir tilraunir minar og tulksins og augljost vr ad thaer voru i mikilli afneitun um tilfinningar sinar.
Eg spurdi krakkana hvort thau heldu ad fridur myndi nast, og adeins eitt theirra (thridja barnid, 10 ara strakur ad nafni Waled) sagdi ja. Hadir sagdi ad thad vaeri engin von um frid thvi israelar skjoti folk. Hun neitar fridi lika, thvi ad fridur muni ekki faera theim astvini theirra aftur. Hun vonar samt ad einn daginn verdi haegt ad lifa an otta.
"vid viljum framtid" sagdi svo Ranin i lokin.
Einnig hitti eg 17 ara stelpu ad nafni Dima Ahmed Yussef sem vann i sumarbudunum. Hana langar ad verda frjalsithrottakona og hjukrunarfraedingur. Hana langar ad fara til utlanda i skola, en thar sem hun kemst stundum ekki ut ur Nablus tha segir hun ad thaer vonir seu erfidar ad halda i.

Seinna um daginn forum vid til Balata flottamannabudanna thar sem eg afhenti peningagjofd ur sofnum Thorbjargar Sveinsdottur. Thessi hluti peninganna mun nytast bornum i sumarbudum til ad eiga frabaert ferdalag og thannig komast ut ur theim thronga og erfida veruleika sem thau bua vid, tho ekki se nema i einn dag. Vid taekifaerid vorum vid Dominique gerdir ad heidursflottamonnum i Balata. Naesta skref verdur ad laera ad:
-sofa rolegur tho skot/sprengihvellir seu alla nottina
-klaedast rifnum gallabuxum og vera berfaettur
-hafa ekkert opid svaedi i kringum sig i fleiri daga
-hafa litla sem enga moguleika a ad flytja ur budunum
-borda sardinur og hveiti sem vid faum fra hjalparsamtokum
-thola barsmidar og innrasir a heimilid
-ooog svo audvitad ad laera steinakast.
Vid faum skirteini upp a thetta thegar vid komum naest tho vid forum ekki i gegnum "thjalfunina".

Um kvoldid vorum vid Dominique a leidinni heim thar sem vid gengum framhja proflokapartii (med ADEINS strakum audvitad), og vid vorum umsvifalaust rifnir inn i dansinn, latnir dansa fra okkur allt vit, var hent upp i loftid (heitir thad ekki ad tollera eda eitthvad thannig??), vorum settir a hahest og svo spjolludum vid vid strakana i dagoda stund eftir thad, eda thangad til vid thurftum ad drifa okkur adur en herinn kaemi inn.
Jaeja, hef thetta ekki lengra i bili. Eg er annars haettur vid ad fara til Gaza vegna timaskorts, en eg verd a allnokkru flakki (reyna ad sja Obama a morgun i Ramallah, Jordania um helgina, tel aviv i naestu viku etc..) naestu dagana thannig ad eg lofa engu um blogg hja mer.

Hafid thad sem allra best gott folk
-Gunnar


Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Pétursson
Gunnar Pétursson
Höfundur er hjúkrunarfræðinemi staddur í Palestínu dagana 26.júní til 2.ágúst
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband