Leita í fréttum mbl.is

Kynning á mér og mínu

Heil og sæl öllsömul.

Ég er 23ja ára gamall hjúkrunarfræðinemi sem nýverið lauk 2.ári mínu í náminu. Ég starfa á Gjörgæslu LSH við Hringbraut, og einnig tek ég eina og eina vakt á Hrafnistu Rvk. Ég hef starfað við heilbrigðisþjónustu síðan ég var tæplega nítján ára gamall og hef brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur manneskjunni - jafnt því lífeðlisfræðilega sem og sálfélagslega.

Þann 25.júní held ég af stað til Palestínu.  Tilgangur ferðarinnar er fyrst og fremst að kynnast ástandinu þarna og sjá þetta með eigin augum, en einnig langar mig líka til að bæta klíníska færni mína. Ég mun að öllum líkindum vinna við heilsugæslu og annað með palestínsku læknasamtökunum PMRS, en einnig er möguleiki á því að ég starfi við fræðslu hjúkrunarfræðinema ásamt bekkjarsystur minni, Önnu Tómasdóttur. Eins og allir vita er ástandið í Palestínu ekki nokkrum manni bjóðandi, og með því að skrifa hérna á blogginu vonast ég til að geta opnað augu einhverra yfir því hversu slæmt þetta í raun og veru er.

Á bak við hverja frétt sem við lesum nær daglega um mannslíf sem glatast er mun meira en aðeins tölurnar, hverjr báru ábyrgðina og hversu mikið skemmdist. Sálarlíf jafnt Ísraelsmanna sem Palestínumanna skerðist við hverja einustu árás, og á bakvið hverja tölu um mannfall sem við sjáum er heilt líf manneskju, fjölskyldu hennar, vina hennar, ævistarfs hennar og svo lengi mætti telja. Ég mun á ferðalagi mínu komast í tæri við einar verstu aðstæður sem manneskjan getur mætt á lífsleið sinni og mun kynnast því fólki sem gengur í gegnum þetta á hverjum einasta degi. Mér finnst rétt að taka fram að ég ætla ALDREI á þessu bloggi að taka upp hanskann fyrir þann er beitir ofbeldi þar sem það er að mínu mati ekki réttlætanlegt nema ef ske kynni í ítrustu sjálfsvörn og ef allar aðrar leiðir hafa verið útilokaðar. Að mínu mati er lífið það dýrmætasta sem til er á jörðinni og maður skyldi aldrei gera neitt ótilneyddur sem skaðað getur líf. 

Um pólitíska afstöðu mína í ástandinu skal lítið sagt, enda fer ég út til Palestínu fyrst og fremst sem heilbrigðisstarfsmaður - en ég tek það fram að þar sem kúgun fer fram er alltaf aðili sem situr úti í myrkrinu og harmar hlutskipti sitt. Hjarta hjúkrunarfræðinemans segir mér að hjá þessum aðila skuli ég setjast og reyna að gera honum lífið bærilegra.

Lifið heil

Gunnar 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Það verður skemmtilegt að fylgjast með þessu hjá þér. Ég hlakka sjálfur alveg óstjórnlega til að fara út í ágúst.

Aron Björn Kristinsson, 17.6.2008 kl. 14:15

2 identicon

Sæll Gunnar

Rakst á þennan link hjá Agli Bjarnasyni og búin að vista hann hjá mér því ætla að fylgjast með þér (sem og hinum Íslendingunum í Palestínu).  Ég hef sjálf komið á þetta svæði og sú minning mun ávallt lifa með mér.  Ég veit þú munt upplifa ótrúlega hluti sem munu móta þig til frambúðar.  Ég óska þér góðrar ferðar og hlakka til að fylgjast með skrifum þínum þar sem finnst kynningin þín lofa góðu.

Bestu kveðjur,

Ása

Ása (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Pétursson
Gunnar Pétursson
Höfundur er hjúkrunarfræðinemi staddur í Palestínu dagana 26.júní til 2.ágúst
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband