Leita í fréttum mbl.is

Kominn til Palestinu - fyrsta bloggfaerslan

Blessad se folkid. Tad er langt lidid sidan eg bloggadi sidast, en nuna er eg loxins buinn ad finna mer ibud i Nablus (a vesturbakkanum), kominn med simanumer og buinn ad koma mer nokkud vel fyrir. Tar sem eg nenni ekki ad skrifa einhverja rosalega faerslu med ollum details aetla eg bara ad skrifa herna nidur tad sem eg hef skrifad hja mer undanfarna daga, um lifid og tilveruna.

Midvikudagur: Eg er ad kafna ur stressi og ahyggjum sem eg lidast um straeti lundunaborgar. Spennan er i hamarki hja mer a flugvellinum, og strangtruadir gydingar jafnt sem arabar fylla bidsalinn. Tetta er tad sem koma skal, huxa eg og sest inn i velina.

Fimmtudagur: Eg lendi i Tel Aviv og kem mer yfir til Jerusalem. Tadan tek eg straeto til Ramallah (a vesturbakkanum) og  se tad sem mig hefdi helst aldrei langad til ad sja: murinn ogurlega. Tennan adskilnadarmur sem hefur rofid fjolskyldur og valdid einum mestu illdeilum sidari ara. Stuttu seinna kem eg loksins ad checkpointinu vid Nablus. Vopnadur hermadur skodar passann minn, bydur mig velkominn til helvitis og hleypir mer i gegn. Majhdi vinur okkar og leidbeinandi i Nablus tekur svo brosandi a moti mer, kemur mer til borgarinnar og vid eigum godan dag. Seinna um kvoldid holdum vid aftur til Ramallah, faum okkur hressingu og raedum vid Majhdi.

Fostudagur: Eldsnemma morguns voknum vid, forum til Jerusalem i gegnum checkpoint (israelsk hermannastelpa baud mig velkomin til Helga landsins) og forum upp i rutu. Forinni er heitid til Hebron, borgar tar sem landnemar hafa verid ovenju skaedir gagnvart Palestinumonnum. Landnemarnir taka svo fallega a moti rutunni okkar ad tad tekur okkur klukkutima rumann ad komast inn i borgina, og allan timann sitjum vid undir svivirdingum israelsmanna. Tegar vid komum loxins inn i borgina og forum ut ur rutunni, er allt fullt af hermonnum jafnt sem logreglumonnum og teir eru tarna i einum tilgangi: vernda okkur gegn landnemunum sem garga setningar eins og : "what did you get paid for this???", "was your grandfather a nazi", og fleira i teim durnum. Landnemarnir vilja ekki ad umheimurinn viti hvad gengur a i tessum bae. Til ad nefna daemi um tetta, ta tegar vid vorum farin ur baenum rustudu teir bud hja palestinumanni sem taladi vid okkur. Ekkert var gert i malunum, og logreglan vildi ekki einusinni tala vid hann.
Um kvoldid bordudum vid mat a finu hoteli i Nablus, og a medan maturinn rann ljuflega nidur i okkur heyrdum vid sprengingar i fjarska.

Laugardagur: eg byrja minn fyrsta dag hja Medical Relief samtokunum. Sjukrabill keyrir okkur fra midstodinni teirra i midbaenum, yfir i thorpid Sabastiya sem er i ca halftima fjarlaegd fra Nablus. Eg kem til med ad eyda mestum vinnutima minum tar naesta manudinn. Tar er tekid a moti allskonar folki med allskonar vandamal, og hlutverk mitt felst i tvi ad taka lifsmork og skra, vera med laeknunum stundum, adstoda vid ymis floknari verkefni og tesshattar: ss. almenn hjukrunarstorf.
Seinna um daginn forum vid fyrst i Balata flottamannabudirnar. Tar er 26000 manns trodid a einn ferkilometer. Vid heimsottum hjalparstofnun, og i kjallaranum omadi tonlist. Vid gengum nidur og tar toku a moti okkur krakkar med fidluspili og arabiskri tonlist. Bornin tar eru ad fara ut fyrir checkpointid i fyrsta skipti (til spanar nanar tiltekid gegnum hjalparstofnanir), og ein stelpan spurdi: "Er Spann adur en tu kemur ad Huwwara checkpoint??". Tad sem tok mest a, var ad heyra ad eitt barnid hafdi adur safnad peningum til ad kaupa leikfangabyssu, en nuna safnadi tad peningum til ad kaupa handa ser fidlu. Vid gengum um budirnar eftir heimsoknina, og eg held ad eg hafi sjaldan sed jafn omurlegan stad i lifinu. Folki er trodid i hvert skumaskot, og reglulega kemur herinn inn i misjofnum erindagjordum. Allsstadar hanga uppi myndir af latnum ungum strakum, sem hafa daid fyrir malsstadinn.
Um kvoldid forum vid svo a klassiska kortonleika, og tad sem Majhdi sagdi mer a teim tonleikum var ad astaedan fyrir tvi ad hafa tonleika reglulega, og tonlistastarf vaeri su ad to ad landid se hertekid, ta se menningin tad ekki. Med menningu berjast teir a moti teim skorti a frelsi sem teir bua vid.

Sunnudagur og manudagur:
Stefan og einar fara heim a sunnudeginum og eg flyt i nyja ibud. Eftir heilmikid vesen vid ad koma ibudinni i stand tekur vid mer heill hopur af krokkum. Eg geng yfir til Onnu og Yusefs, og a leidinni tarf eg ad taka i hendina a hverjum einasta krakka og jafnoldrum minum i hverfinu med handabandi. Merkilegt hvernig tad fyrsta (og eina??) sem teir palestinumenn sem eg hef rekist a segja, er "welcome". Tad er akkurat tannig sem mer lidur herna i borginni, tar sem omar ur moskunum, skitalyktin fyllir vitin    og burkuklaeddar konur lida um straetin. Gestrisnin er i havegum hofd herna. Teir verda ad visu stundum svolitid agengir herna i ad bjoda manni mat og heimsoknir, en madur venst tessu. Takkar bara kurteisislega fyrir sig og tritlar i burtu.

Majhdi sagdi mer frabaeran brandara (eda thannig) um daginn:

Palestinumadur(fra vesturbakkanum), amerikani og breti fara til helvitis. i helviti er teim tjad tad ad teir megi hringja heim til sin adur en teir hefja vistina. Amerikaninn er rukkadur um 50 dollara fyrir simtalid og bretinn um 50 pund, en hvorugur kvartar fyrr en teir sja hvad palestinumadurinn borgadi: 50 cent. Afhverju borgar hann svona litid??? spyrja teir badir i kor. Ykkar samtol eru langlinusamtol svarar tha Kolski.

Af mer er annars allt gott ad fretta eins og sja ma i ordunum herna fyrir ofan. Planid naestu daga er bara ad koma mer betur fyrir i ibudinni, koma mer almennilega inn i starfid a heilsugaeslustodinni, njota lifsins og sidan er planid ad fara til Egyptalands held eg 8.juli og eyda thar 3 dogum. Svo vex skeggid mitt sem aldrei fyrr, en eg held eg raki thad nu af i kvold.

Eg bid ad heilsa ollum heima. Gott ad heyra fra ykkur ollum i commentunum.

Ast og hamingja

Gunni

Simanumerid mitt ef einhver vill hringja i mig er: +972 5222 75729


Farinn út

Í fyrramálið legg ég af stað.

Eftir stutt stopp í london og skoðunarferð með frænku minni, þá flýg ég til ísraels.

Ef allt gengur að óskum ætti ég að vera í Nablus skömmu eftir hádegi á fimmtudagin. Ef fréttin hefur ekki þegar birst, ætti að birtast viðtal við mig í Fréttablaðinu á næstu dögum. Vonandi verður sú frétt ekki til þess að mér verði ekki hleypt inn í Ísrael (Palestínu), og að ég hafi náð að segja það sem ég vildi segja við blaðamanninn.

Ég reyni að blogga um leið og ég kem út. Ef einhverjar spurningar vakna eða ef einhver vill hringja í mig (nauðsynlega) þá er símanúmerið mitt 8235510, en ég fæ mér palestínskt símakort um leið og ég lendi og mun þá pósta því hér.

Hafið það sem allra best

-Gunnar


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Um ljótu börnin

Mig langar að segja ykkur örlitla sögu áður en ég held út í hinn stóra heim. Vonandi gefst mér tóm til að klára hana á þessari vakt(er á næturvakt á Vöknun sem stendur), en ef hún klárast ekki þá kemur seinni parturinn inn von bráðar.

Ég ferðaðist mikið sem barn. Við bræðurnir vorum teknir með pabba í hin og þessi ferðalög, og svo ferðaðist mamma líka með okkur. Staðirnir sem pabbi fór með okkur á voru sjaldnast neinir svaka túristastaðir þannig að við sáum sjaldan frontinn á ferðalögunum með honum þó eitthvað hafi verið um það, en það sem þau sýndu okkur bæði (mamma tók okkur frekar á túristastaði) var það sem skipti mestu máli - það sem var á bakvið. Þau bæði voru dugleg í að sýna okkur hvernig fólkið sem starfaði á ströndinni lifði, og hvernig brosandi þjónninn í fínu fötunum hjólaði heim til sín í pínulitlu íbúðina sína, skellti sér í stuttbuxurnar og borðaði dósamat.

Pabbi hóf hjálparstarf á dóminíkanska lýðveldinu og svo seinna á Haiti þegar ég var um átta ára gamall. Við bræðurnir dvöldum þar með honum og mömmu í nokkra mánuði í senn, og ævinlega bjuggum við meðal fólksins í tiltölulega einföldum híbýlum. Það kom fyrir að pabbi hefði þernu hjá okkur, en þegar svo var fórum við ævinlega í heimsókn til hennar og mannsins hennar í litla spýtna- og múrbrakið sem þau kölluðu heimili. Ég tók eftir að heimili fátæka fólksins voru alltaf svo hlýleg og þægileg þrátt fyrir öll skordýrin, óhreinindin og rafmagnsleysið inni á milli. Fólkið var svo náið og innilegt að mér leið stundum að ég væri í gömlu disney-ævintýri þar sem fjölskyldan söng við matarborðið.

Ég hef verið um þrettán ára, tæplega fjórtán þegar Pabbi sýndi mér Haiti í fyrsta skipti. Í þeirri ferð sá ég hvað paradís er hvað náttúrufegurð varðar, en einnig sá ég hvað helvíti á jörðu er hvað varðar aðstæður fólksins þarna. Arðrán sem þjóðin hafði orðið fyrir og endalausar styrjaldir og uppskerubrestir höfðu gert Haiti að einum versta stað sem manneskja getur fæðst á. Skítalyktin náði langt út fyrir höfuðborgina, og hvert sem litið var mátti sjá fátækt, eymd og volæði.

Eða hvað? Í þessu ríki þar sem lífslíkur eru milli 40 og 50 ár virtust mér allir miklu glaðari og opnari en hérna heima! Baráttuhugurinn og lífsgleðin í þessu fólki virtist vera allri fátækt og eymd yfirsterkari og litli ég, gat ekki annað en dáðst að þessu fólki. Ég sem hafði verið að væla yfir því nokkrum dögum fyrr að foreldrar mínir gáfu mér ekki leyfi til að fara í eftirlitlaust sumarbústaðapartí sá núna að ég ætti ekkert erindi með að kvarta þegar jafnaldrar mínir þarna höfðu áhyggjur af því að lifa daginn af! Fyrir kókdósina sem ég hélt á gat ég borgað skólagöngu svanga barnsins sem horfði á mig, og fyrir verð bolsins sem ég var í gæti ég kostað matinn fyrir þetta barn og fjölskyldu þess í margar vikur. Ég skildi þarna fyrst hvað ég í raun og veru væri heppinn, og hvað ég þyrfti að fara vel með það sem ég hafði fengið upp í hendurnar - lífið. Um leið öðlaðist ég þorstann fyrir að vita meira um ástæður ástandsins, hvernig tækist að bæta það og hvað umheimurinn (þar á meðal ég sjálfur) gæti gert.

Reynsla mín af átakasvæðum og fátækt settu djúpt far í líf mitt. Ýmsir myndu bölsótast út í foreldra mína fyrir að hafa farið með okkur á svona hættuleg svæði, en ég gæti ekki verið sáttari. Það þýðir stundum ekki bara að segja "borðaðu matinn þinn - litlu börnin í afríku svelta" og gera þetta þannig að leiðinlegu nöldri, heldur þarf að gera fólki (ég er ss. ekki bara að tala um börn hérna ef einhver er ekki að skilja hvert ég er að fara með þetta) grein fyrir því á einhvern áþreifanlegri hátt hvað í raun og veru er í gangi fyrir utan frontinn. Fáfræðin er sögð yndisleg og eflaust liði manni mun betur að geta haft áhyggjur af litlu öðru en háu bensínverði og bjarnardrápum og kannski hversu dýrt það er að fara til Costa del Sol(eða annan svipaðan stað) á hótel+sundlaug+roomservice+einkaströnd+klúbba+dagsferðir inn í landið(þar sem ljótu börnin í landinu eru að sjálfsögðu ekki sýnd gestunum)+sólbruna+bjór - en erum við ekki sem manneskjur í eðli okkar forvitin um eitthvað meira?

Langar okkur ekki öll stundum að sjá ljótu börnin í landinu sem svo kannski reynast mun fegurri en hin? Langar okkur ekki öll stundum að sjá að þjónninn í glæsifötunum á varla fyrir uppþvottadufti og er alkóhólisti á niðurleið í lífinu?

Mig langar að sjá þetta, því þannig öðlast ég bæði þekkingu á aðstæðum í kringum mig, sem og að ég finn þörfina í mér til að hjálpa náunganum.


Kynning á mér og mínu

Heil og sæl öllsömul.

Ég er 23ja ára gamall hjúkrunarfræðinemi sem nýverið lauk 2.ári mínu í náminu. Ég starfa á Gjörgæslu LSH við Hringbraut, og einnig tek ég eina og eina vakt á Hrafnistu Rvk. Ég hef starfað við heilbrigðisþjónustu síðan ég var tæplega nítján ára gamall og hef brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur manneskjunni - jafnt því lífeðlisfræðilega sem og sálfélagslega.

Þann 25.júní held ég af stað til Palestínu.  Tilgangur ferðarinnar er fyrst og fremst að kynnast ástandinu þarna og sjá þetta með eigin augum, en einnig langar mig líka til að bæta klíníska færni mína. Ég mun að öllum líkindum vinna við heilsugæslu og annað með palestínsku læknasamtökunum PMRS, en einnig er möguleiki á því að ég starfi við fræðslu hjúkrunarfræðinema ásamt bekkjarsystur minni, Önnu Tómasdóttur. Eins og allir vita er ástandið í Palestínu ekki nokkrum manni bjóðandi, og með því að skrifa hérna á blogginu vonast ég til að geta opnað augu einhverra yfir því hversu slæmt þetta í raun og veru er.

Á bak við hverja frétt sem við lesum nær daglega um mannslíf sem glatast er mun meira en aðeins tölurnar, hverjr báru ábyrgðina og hversu mikið skemmdist. Sálarlíf jafnt Ísraelsmanna sem Palestínumanna skerðist við hverja einustu árás, og á bakvið hverja tölu um mannfall sem við sjáum er heilt líf manneskju, fjölskyldu hennar, vina hennar, ævistarfs hennar og svo lengi mætti telja. Ég mun á ferðalagi mínu komast í tæri við einar verstu aðstæður sem manneskjan getur mætt á lífsleið sinni og mun kynnast því fólki sem gengur í gegnum þetta á hverjum einasta degi. Mér finnst rétt að taka fram að ég ætla ALDREI á þessu bloggi að taka upp hanskann fyrir þann er beitir ofbeldi þar sem það er að mínu mati ekki réttlætanlegt nema ef ske kynni í ítrustu sjálfsvörn og ef allar aðrar leiðir hafa verið útilokaðar. Að mínu mati er lífið það dýrmætasta sem til er á jörðinni og maður skyldi aldrei gera neitt ótilneyddur sem skaðað getur líf. 

Um pólitíska afstöðu mína í ástandinu skal lítið sagt, enda fer ég út til Palestínu fyrst og fremst sem heilbrigðisstarfsmaður - en ég tek það fram að þar sem kúgun fer fram er alltaf aðili sem situr úti í myrkrinu og harmar hlutskipti sitt. Hjarta hjúkrunarfræðinemans segir mér að hjá þessum aðila skuli ég setjast og reyna að gera honum lífið bærilegra.

Lifið heil

Gunnar 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Pétursson
Gunnar Pétursson
Höfundur er hjúkrunarfræðinemi staddur í Palestínu dagana 26.júní til 2.ágúst
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband