Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008
30.7.2008 | 13:16
kem heim a laugardaginn
Jaeja. Tha er ferdalagi minu naer lokid herna i Palestinu. Thad er otruleg tilfinning ad eftir adeins nokkra daga verdi eg kominn aftur heim a litla island.
Herna a thessum tima sem eg hef eytt i Palestinu hef eg laert mun meira en mig hefdi grunad. Eg hef sed folk sem er svo miklu rikara en nokkur sem eg hef hitt. Folkid herna er yndislegt. Madurinn sem selur vatnspipurnar i gardinum, heyrnarlausi madurinn sem var skotinn, laeknirinn sem kenndi mer margt um islam, krakkarnir i gotunni, leigusalinn minn sem bydur mer alltaf i te thegar eg er einn heima, beduinarnir i eydimorkinni i Petru sem leyfdu okkur ad gista med ser, allir leigubilstjorarnir og allt hitt folkid sem eg hef hitt herna - hafa markad spor i sal mina sem eg mun njota ad stiga aftur i thegar eg kem heim.
I augnablikinu er eg med nokkra turista i heimsokn sem eg kynntist i Petru i Jordaniu. Thau voru a ferdalagi med israelskum samtokum sem bjoda ungu folki i USA i ferdalog til heilaga landsins og fraeda thau um rett theirra a thessu landi. Eg akvad ad syna theim hvernig astandid er herna austan mursins og thau eru svo uppnumin af astandinu og thessu yndislega folki ad thau akvadu ad vera med okkur Dominique eina nott i vidbot. I stadinn aetla thau ad kynna mig fyrir nokkrum israelum i Tel Aviv thegar eg eydi sidustu tveim dogunum minum thar. Thad verdur laerdomsrikt.
Thannig ad eg fer fra yndislegu yndislegu Nablus a morgun. Eg held eg nenni ekki ad blogga meira thar til eg kem heim, thannig ad thetta verdur sidasta faersla min fyrir heimfor.
Takk ollsumul fyrir ad fylgjast med mer og syna malefninu ahuga. Eg met thad mikils.
kv - i sidasta skiptid fra Palestinu
Gunnar
24.7.2008 | 12:59
Um naestu dagana
Blessad se folkid. Eg vildi bara lata vita af mer og minu plani fyrir naestu daganan thar sem ekki er vist ad eg verdi i internet- eda simasambandi naestu dagana.
Rett a eftir held eg til Ramallah thar sem planid er ad eyda kvoldinu i sma skemmtilegheit. I fyrramalid verdur haldid til Jordaniu thar sem vid munum eyda helginni i ad skoda Amman asamt thvi ad leigja bil og keyra til Petru (og jafnvel eitthvad annad?).
Vid komum orugglega aftur til Nablus a manudagskvoldid, og vid Dominique verdum mjog uppteknir vid ad standa i ad klara sidustu vidtolin og thesshattar adur en vid forum til Jerusalem a midvikudaginn.
Fimmtudaginn 31.agust munum vid svo halda til Tel Aviv og taka thar nokkur vidtol vid ymis samtok og/eda folk uti a gotu um astand mala i landinu. Vonandi kemur eitthvad af viti ut ur theim vidtolum en ef ekki tha bara thad.
Laugardaginn 2.agust legg eg svo af stad heim, og ad thvi gefnu ad mer verdi hleypt inn i velina til London (eg byst sterklega vid yfirheyrslum og itarlegri leit a flugvellinum i tel aviv m.v thad sem sjalfbodalidar ganga venjulega i gegnum) lendi eg a islandi seint um kvoldid.
Thegar eg kem heim langar mig ad vinna ad bok byggdri a theim atburdum og theim samtolum sem eg hef lent i herna: ss. blanda af ferdasogu og samtolum vid folkid sem eg hef hitt herna. Eins og stendur kemur hun til med ad heita "Welcome - saga fra Palestinu". Vonandi verdur eitthvad ur thessu.
Well, eg lofa engu hvort eg bloggi eitthvad thangad til eg kem heim, en kannski kemst eg ad med eins og eina stutta faerslu adur en eg fer heim
Hafid thad gott
kv.
Gunnar
23.7.2008 | 16:13
orstutt og videigandi
Kćri heimur | ||
Kćri heimur,opnađu augun allt sem ţú sást ekki sem var ţér huliđ undir augnlokum blekkingarinnar Fyrir ţá sem hafa látiđ lífiđ er ţeir opnuđu augun skaltu líta tvisvar á ţá sem byrgđu ţér sýn. Á ţá sem keyptu af ţér sjálfan ţig, skaltu hrćkja, líta lengi á Kćri heimur,viđ höfum mátt ţola margt og látiđ okkur fátt um finnast En viđ eigum ţetta ekki skiliđ Taktu í hönd mína og opnum augun saman |
---------------
Mer fannst thetta bara vera vel vid haefi og akvad ad skella thessu inn. Ljod sem eg samdi fyrir einhverjum 7 arum sidan thegar eg var i theim pakkanum.
23.7.2008 | 16:00
og hann stoppadi heila 41 minutu i palestinu!
Hin yndislega borg (uthverfi Jerusalem eins og margir vilja kalla hana i grini) Ramallah var undirlogd af hardri oryggisgaeslu thegar vid attum thar leid um i dag.
Vid forum fra Nablus i morgun og eftirlitid var hart. Fyrsti checkpointinn milli Nablus og Ramallah (ss. sa sem er eftir Huwwara, adalcheckpointinu) var trodfullur af bilum i einni mestu kaos sem eg hef sed. Allnokkud longu ferdalagi (m.v vanalega) og nokkrum checkpointum (faeranlegum) sidar komumst vid loks til Ramallah og forum beint i Jordanska sendiradid til ad verda okkur uti um aritun, thar sem vid verdum i Jordaniu um helgina i sma frii. Eftir hadegismat var akvedid ad kikja a grof Arafats sem er inni a svaedi hofudstodva heimastjornar palestinu, og oryggisgaeslan var otruleg. Sersveitarmenn palestinsku heimastjornarinnar, venjulegir hermenn og allskonar vopnadir verdir uti um allt. Vid komumst samt a endanum ad grof arafats og fengum meira ad segja ad taka myndir af hermonnunum.
Allt thetta vesen fyrir heila 41 minutu sem hann Obama okkar var svo godur ad gefa palestinumonnum i 36 tima heimsokn sinni til israels og herteknu svaedanna. Takk elsku madur, takk.
Obama kominn til Ísrael | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
22.7.2008 | 10:31
Born, fangelsi, sumarbudir og titillinn heidursflottamadur
"Eftir alltsaman erum vid oll mennsk. Mer er ekki illa vid hinn almenna borgara, en mer er ekki vel vid israelsstjorn, zionistana eda studningsmenn theirra. Sjadu hendina a mer... eg setti hendurnar fyrir mig thegar besti vinur minn var drepinn fyrir framan mig og their skutu samt i hendina a mer. Hvernig heldurdu ad thetta skapi vidhorf mitt gagnvart Israelsstjorn? Vid verdum engu ad sidur ad gera allt sem i okkar valdi stendur til ad fa frid og frelsi" - Shamer, 19 ara strakur sem er ad laera bradalidann i Nablus. Hann var 14 ara thegar hann var skotinn i hendina. Skotid for i gegn milli thumalputta og visifingurs, og orid sest vel i dag. "Fridur fyrir alla. Ekki bara okkur palestinumenn og Israela, heldur einnig fyrir folkid i heiminum. Thad er min eina osk" sagdi hann svo ad lokum. A laugardaginn hitti eg stulku a klinikinni med mjog lysandi nafn. Estiqlal, sem thydir sjalfstaedi. Um kvoldid lekum vid Dominique vid litlu strakana i gotunni okkar sem garga alltaf a okkur um fotbolta og segja "he my friend is donkey. He don't like Gudjohnsen". Yndislegir krakkar.
Sunnudagurinn var sidasti dagurinn minn a klinikinni i Sabastia. Dr Mohammad kvaddi mig med ordunum "Gud gefur gott, en Gud gefur lika thad slaema fyrir okkur mennina til ad gleyma ekki hversu gott vid getum haft thad se vilji okkar til betra lifs fyrir hendi. Ekki gleyma thvi Gunnar, ad lifid er heilagt og madur skyldi aldrei leita leida til ad eyda thvi". Orrustuflugvelarnar voru ovenju havaerar og lagfleygar thennan dag. Majdi segir mer ad thar sem thaer megi ekki aefa sig yfir israelskum borgum tha aefi thaer sig yfir theim palestinsku, med tilheyrandi havada, skemmdum a byggingum og hraedslu medal barnanna. Stundum brjota thaer hljodmurinn rett yfir borgunum og havadinn verdur aerandi. Fyrir nokkrum arum sidan hrapadi ein flugvel rett vid Nablus, og tilviljun ein redi thvi ad hun lenti utan smabaejar hinumegin vid fjallid.
Gaerdagurinn var yndislegur. Vid Dominique forum saman i sumarbudir fyrir born fanga i gomlu borginni. Thar raeddum vid vid nokkur born med adstod tulks, og her eru nokkrar fleygar setningar:
Hadir og Ranin (15 og 16 ara systur): ,,Astandid var mjog erfitt medan mamma var i fangelsi, og vid soknudum hennar mikid. Vid saum handtokuna thegar israelskir hermenn toku alla fjolskylduna ut a gotu". Their toku modur hennar afsidis og sogdu bornunum ad fara inn - mamma theirra kaemi eftir minutur. Einnig rustudu their heimili afa theirra, toku allar myndir ut af heimilinu, drapu fraenda theirra og eydilogdu hus theirra. Thaer heyrdu fyrst fra henni 5 manudum eftir handtokuna og tha hafdi hun ekki verid akaerd, en thaer voru anaegdar ad hun vaeri vid goda heilsu, thar sem heilsan var mjog slaem vid handtokuna.
,,Mamma er breytt nuna. Hun talar odruvisi vid okkur nuna. Hun er veikari, daprari og lidur ekki vel." Stelpurnar voru tregar ad tja sig um tilfinningar sinar thratt fyrir tilraunir minar og tulksins og augljost vr ad thaer voru i mikilli afneitun um tilfinningar sinar.
Eg spurdi krakkana hvort thau heldu ad fridur myndi nast, og adeins eitt theirra (thridja barnid, 10 ara strakur ad nafni Waled) sagdi ja. Hadir sagdi ad thad vaeri engin von um frid thvi israelar skjoti folk. Hun neitar fridi lika, thvi ad fridur muni ekki faera theim astvini theirra aftur. Hun vonar samt ad einn daginn verdi haegt ad lifa an otta.
"vid viljum framtid" sagdi svo Ranin i lokin.
Einnig hitti eg 17 ara stelpu ad nafni Dima Ahmed Yussef sem vann i sumarbudunum. Hana langar ad verda frjalsithrottakona og hjukrunarfraedingur. Hana langar ad fara til utlanda i skola, en thar sem hun kemst stundum ekki ut ur Nablus tha segir hun ad thaer vonir seu erfidar ad halda i.
Seinna um daginn forum vid til Balata flottamannabudanna thar sem eg afhenti peningagjofd ur sofnum Thorbjargar Sveinsdottur. Thessi hluti peninganna mun nytast bornum i sumarbudum til ad eiga frabaert ferdalag og thannig komast ut ur theim thronga og erfida veruleika sem thau bua vid, tho ekki se nema i einn dag. Vid taekifaerid vorum vid Dominique gerdir ad heidursflottamonnum i Balata. Naesta skref verdur ad laera ad:
-sofa rolegur tho skot/sprengihvellir seu alla nottina
-klaedast rifnum gallabuxum og vera berfaettur
-hafa ekkert opid svaedi i kringum sig i fleiri daga
-hafa litla sem enga moguleika a ad flytja ur budunum
-borda sardinur og hveiti sem vid faum fra hjalparsamtokum
-thola barsmidar og innrasir a heimilid
-ooog svo audvitad ad laera steinakast.
Vid faum skirteini upp a thetta thegar vid komum naest tho vid forum ekki i gegnum "thjalfunina".
Um kvoldid vorum vid Dominique a leidinni heim thar sem vid gengum framhja proflokapartii (med ADEINS strakum audvitad), og vid vorum umsvifalaust rifnir inn i dansinn, latnir dansa fra okkur allt vit, var hent upp i loftid (heitir thad ekki ad tollera eda eitthvad thannig??), vorum settir a hahest og svo spjolludum vid vid strakana i dagoda stund eftir thad, eda thangad til vid thurftum ad drifa okkur adur en herinn kaemi inn.
Jaeja, hef thetta ekki lengra i bili. Eg er annars haettur vid ad fara til Gaza vegna timaskorts, en eg verd a allnokkru flakki (reyna ad sja Obama a morgun i Ramallah, Jordania um helgina, tel aviv i naestu viku etc..) naestu dagana thannig ad eg lofa engu um blogg hja mer.
Hafid thad sem allra best gott folk
-Gunnar
19.7.2008 | 07:51
Taragas, bros og takkapikk
Jaeja gott folk. Eg aetla ad hafa thessa faerslu dagsins nokkud hressandi og opolitiska, og aetla ad skrifa inn nokkra punkta ur dagbokinni sem eg held.
Sidastlidinn midvikudag svaf eg yfir mig og missti thvi af farinu minu i vinnuna, thannig ad eg akvad ad njota dagsins og fara med Onnu vinkonu minni i enskutima sem hun kenndi. Frekar ahugavert ad sja hvernig krakkarnir laerdu ensku hja henni med samraedum og umraedum um hin og thessi malefni. Thratt fyrir ad umraeduefnid hafi verid landafraedi endudu umraedurnar i thvi ad tala um astandid og tengja thad vid londin sem thau toludu um. Mjog gott, thvi thau toludu saman a ensku og nadu nokkud vel ad koma thvi sem thau vildu segja fra ser a ensku.
fimmtudagur : 2 vikur thangad til eg fer til Tel Aviv! Assgoti lidur timinn hratt herna. For a klinikina i morgun og runtadi smastund med sjukrabilnum ad heimsaekja krakkana i sumarbudunum i Beit-imrin. Thegar folk segir vid mig Shalom uti a gotu eru sumir ad reyna ad modga mig, en flestir verda steinhissa thegar eg svara: Marhaba! Eg lenti i samraedum vid mann a klinikinni i morgun. Vid vorum sammala um thad ad alger fridur thyrfti ad nast milli israels og palestinu, jafnt sem hamas-Fatah til ad um raunverulegan frid vaeri ad rada. Langfaestir vilja ofbeldi herna, thvi flestir vita thad ad thu slekkur ekki eld med eldi. Vid erum eftir alltsaman oll manneskjur sem vilja lifa lifinu an ofbeldis. " Eg held ad enginn vilji drepa annan mann herna otilneyddur. Eg bid almattugan Gud um frid a hverjum degi" sagdi thessi agaeti madur. Um kvoldid hittum vid hana Karimu og hann Ahmad Abu Jihad i gardinum sem vid Dominique hingum stundum i. Thau bua i flottamannabudum nr 1 og selja ymsan varning i gardinum a kvoldin. Ahmad gefur okkur Dominique alltaf vatnspipu og te thegar vid hittum hann, og hardneitar ad taka nokkud fyrir. A thridjudaginn forum vid i mat til theirra og fjolskyldu theirra. Eg a vodalega fallega mynd af theim, sem eg kannski set inn asamt fleirum ef tengingin herna leyfir.
Fostudagur: Vid byrjudum a thvi ad vakna "seint" (um 9leytid), og leigusalinn okkar kom med nyjan gaskut og morgunmat handa okkur. Thvi naest hittum vid Majdi i tebolla og spjolludum sma. Vid aetlum ad reyna ad komast til Gaza ef haegt er til ad skoda astandid thar. Naest var haldid til Ramallah. Vid checkpointid ut ur Nablus voru samtok gydinga sem berjast fyrir mannudlegum adstaedum vid checkpointin. Vegna veru theirra lokudu hermennirnir checkpointinu i smastund og enginn matti fara inn eda ut. I Ramallah fundum vid ungan mann sem er stofnandi Anarchists against the wall, og urdum samferda honum til Bil'in thar sem vikuleg motmaeli gegn murnum fara fram. Thegar vid komum thangad var sma fundur og get-together i fyrstu, en svo byrjadi gangan med latum. Vid sungum, hropudum slagord baedi a ensku og arabisku og gengum gegnum baeinn i att ad girdingunni. Thegar vid komum i dalinn thar sem girdingin er byrjadi taragasid ad fljuga um loftid. Eg tek thad fram ad motmaelin voru fridsamleg og algjorlega ovopnud, og vid syndum fulla virdingu gagnvart hermonnunum. Fyrst var skotid taragasi fyrir framan okkur, svo thegar vid hlupum til baka var skotid taragasi fyrir aftan okkur. Eftir smastund rigndi yfir okkur taragasi thannig ad eg dreif mig aftast. Eg aetladi ad starfa med laeknateyminu, en thar sem ekkert slikt var til stadar fyrr en i lokin akvad eg ad slast i for med motmaelendunum, en reyna ad halda mig sem lengst fra ollum latunum. Thad kom ekki i veg fyrir thad ad eg for i vaena taragassturtu i allnokkurn tima. Hressandi nokk thratt fyrir sarsaukann :-) Oft lentu kulurnar 1-3 metrum fra mer thannig ad sturtan var allhressileg.
Thegar allir voru svo loks farnir i burtu og a leid i baeinn aftur fengum vid 2-3 taragasskot a eftir okkur, svona bara til ad minna okkur a ad herinn var ad fylgjast enn med okkur. Vodalega karlmannlegt thad. I lokin spjolludum vid vid formann samtakanna sem motmaela i Bil'in, og medal thess sem hann sagdi var thad ad til thess ad fa einhverju framgengt thyrftu allir ad taka saman hondum: althjodasamfelagid ( og tha a ollum svidum, ekki adeins motmaela og frettaflutnings heldur einnig i menningu, laeknisadstod, menntamalum etc...), israelar (almenningur og stjornvold) sem og Palestinumenn (einnig almenningur og stjornvold).
Dagurinn endadi svo med ljufum bjor sem vid smygludum fra Ramallah, spjalli og godu glensi. Dominique akvad ad koma med mer til tel Aviv sidustu dagana, thar sem hann vill lika taka vidtol vid folkid theim megin. Vid viljum fa sem flest vidhorf.
Semse, thad er yndislegt herna i henni Palestinu thessa dagana.
Lifid heil gott folk
Gunnar
------------- VIDBOT
Eg setti inn 3 myndir... ein theirra (myndin af bornunum i Balata flottamannabudunum) virkar ekki, en eg aetla ad hlada myndavelina mina og reyna ad henda inn myndum i dag thegar eg kemst i betri nettengingu. Ef myndin af motmaelunum er skodud vel sest i bakgrunninum ad a einum stad er nylent taragassprengja ad uda ur ser hamingjunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2008 | 20:23
Orfaersla adur en herinn kemur inn
Herinn fer ad koma inn eftir rumar 40 minutur thannig ad eg hef thetta stutt nuna.
"Hrydjuverkamennirnir i Nablus" eru thad slaemir ad their aetla ad bjoda mer og herbergisfelaganum minum franska i mat til sin i flottamannabudir nr 1 a thridjudaginn. Their eru thad slaemir ad their budu mer og frakkanum upp a vatnspipu og te i almenningsgardinum i kvold, og neitudu ad taka pening fyrir thad thratt fyrir ad vid bydum theim thad og heimtudum. Their eru thad hraedilegir ad their sogdu okkur sogu sina.
Vid hlustudum og skradum nidur.
Saga theirra kemur von bradar, hvort sem thad verdur her a blogginu eda med odrum haetti. Thegar eg kem heim mun eg einnig posta myndum af ollum thessum hraedilegu hrydjuverkamonnum.
17.7.2008 | 08:53
Hraeddi Gydingahatarinn og lygarinn Gunnar
Mer fannst aedislegt ad sja hvad folk bloggadi um frettina um mig.
Folk segjandi beint eda obeint ad eg vaeri ad skalda thetta alltsaman upp, ad eg vaeri gydingahatari, taugaveikladur og hraeddur og thessvegna vaeri eg ad ljuga thessu ollusaman (t.d var einn sem skaut a mig vegna thess ad eg sagdi m-16, en hvad veit eg... mer er sagt i ollum ferdabokum og af flestum ad their noti m-16 thannig ad eg sagdi thad..annad veit eg ekki - afsakid ef eg fer med rangt mal). "Vondu vondu israelarnir, aumingja Palestinumennirnir" a eg ad vera ad segja. Mer finnst frabaert thegar folk laetur svona mikla vitleysu ut ur ser.
Eg vil koma eftirfarandi hlutum a framfaeri.
A) Eg hef ekkert a moti gydingum sem slikum. Eg hef heldur ekkert a moti hinum almenna fridelskandi borgara i Israel. Jafnvel finn eg til samudar med sumum hermonnunum thar sem their eru ungir menn sem breytt hefur verid i skrymsli i morgum tilvikum (eg get komid med tilvitnanir fra fyrrum hermonnum seinna meir). Hinsvegar eru thad stjornvold i Israel sem kuga Palestinsku thjodina og beita hana svo hrikalegum adgerdum ad thad halfa vaeri hellingur. Landnemar fa ad vada uppi og drepa saklaust folk an thess ad nokkud se gert (sbr daemid sem eg sagdi med bornin 2 sem voru drepin i rumunum sinum i Hebron). Audvitad gera Palestinumenn lika hryllilega hluti og eg segi thad eins og eg hef svo oft adur sagt ad eg styd ekki ofbeldi a nokkurn hatt. Fyrir mer snyst deilan ekki um Palestinumenn og Israela, heldur einfaldlega um astand thar sem einn adili er i hlutverki kugara, og hinn er i hlutverki hins kugada sem reynir ad berjast med thvi litla sem hann hefur. Thetta gaetu verid Danir og Sviar i illdeilum fyrir mer. Naer allir sem eg hef talad vid herna uti stydja ekki ofbeldisadgerdir a nokkurn hatt. Naer allir vilja frid og their vita thad ad fridur naest ekki med hernadi, skaerum eda kugun heldur med fridsamlegu vidhorfi og vidraedum. Thvi midur eru misjafnir adilar ur badum attum sem koma i veg fyrir ad slikt gerist, en folk verdur ad halda afram ad vona.
B) Hvada astaedu hef eg til ad ljuga?? Allt sem kemur fram i frettinni og herna a blogginu er helber sannleikur. Eg hef 4 vitni ad atvikinu og eg hef nakvaemlega enga astaedu til ad ljuga thessu. Vid keyrdum adra akrein en almennir borgarar vegna thess ad vid vorum a leid i neydartilvik, stoppudum bilinn skv venju (og skipun hermanns) og hermadurinn kom svona fram vid okkur. Er thetta rett framkoma gagnvart hjalparstarfsmonnum? Eg skil ad their seu hraeddir og varir um sig vegna thess ad i einstaka tilviki hafa vigamenn notad sjukrabila til ad smygla misjofnum varningi, en thad gefur honum (hermanninum) engu ad sidur ekki eina einustu astaedu til ad hota hjalparstarfsmonnum a thennan hatt. Vid syndum fulla samvinnu og sogdum ekkert a moti hermanninum sem helt afram ad oskra a okkur og hota okkur. Hraeddur? Audvitad verdur madur hraeddur thegar fullvopnadur madur otar byssunni ad manni og ognar manni.
c) Thad sem adrir segja slaemt um gydinga a bloggum sinum og vitna i greinina mina, t.d "Gunnar má ţakka sínum sćla ađ hann var ekki drepinn af ţessum rasistum og terroristahermönnum ísraela." kemur mer eda theim samtokum sem eg vinn fyrir ekki vid a nokkurn skapadan hatt. Eg thakka fogur ord i theim tilvikum sem vid a og finnst fallegt ad folk huxi til min en eg vil ekki ad nafn mitt se bendlad vid rasisma i einni einustu mynd. Eins og eg sagdi adan, tha snyst malid fyrir mer um manneskju sem kugar vs manneskju sem er kugud.
d) Eg er a vegum felagsins Island Palestina, en eg for hingad a eigin vegum og eigin forsendum tho Island Palestina seu thau samtok sem komu thessu ollu i kring fyrir mig. Eg vildi kynnast astandinu af eigin raun med thvi ad vera sjalfur a svaedinu, og thad er thad sem eg er ad gera. Eg er fyrst og fremst herna sem manneskja, sidan vitni og ad sidustu hjalparstarfsmadur.
Til thess goda manns sem vildi senda greinina a Jerusalem Post : gjordu svo vel elsku madur. Ef ther lidur betur med ad lata mig lita illa ut tha gjordu svo vel. Min er anaegjan. Vona ad ther finnst thu meiri madur fyrir vikid. Eg verd hvort sem er kvaddur a flugvellinum herna med yfirheyrslum byst eg vid, thannig ad eg held ad thu sert ekki ad vinna mer nokkurn skada. Kannski fae eg 2-3 spurningar aukalega. Eigdu frabaeran dag minn kaeri herra. (kannski var eg tho ad misskilja athugasemdina og bidst velvirdingar ef svo er).
Eg verd a onefndum stad a morgun thar sem motmaeli fara fram. Venjulega er taragasi og gummikulum latid rigna yfir fridamlega motmaelendur sem thar ad auki eru ovopnadir. Eg verd ad vinna med neydarhjalparteyminu og verd vel merktur sem hjalparstarfsmadur, thannig ad thad verdur spennandi ad sja hvort hermenn skjoti lika hjalparstarfsmenn.
Fridur se med ykkur
-Gunnar
------------------------------------ Vidbot!!!
Thar sem eg sa eftirfarandi ummaeli Snorra i Betel a sidu hans finnst mer eg knuinn til ad svara henni, thar sem eg veit ekki hvort madurinn muni samthykkja athugasemdina sem eg skrifadi thar sem eg svara fyrir mig
"Sjá menn ekki hve mikils gyđingarnir meta sitt fólk og ţá virđingu sem hinir látnu hermenn ţeirra fá? Framkoma Ísraelsmanna er nefnilega eins gagnvart gestum landsins og óvinum ţeirra eins og međlimum í Ísland-Palestína.
Hvađ ćtli Íslendingurinn í sjúkrabílnum hafi veriđ ađ flytja og fela? Vćri ekki rétt ađ krefja hann um alla ţćtti málsins? Ég sendi ţessa áskorun til Morgunblađsmanna sem birtu áróđursfréttina.
Ţađ er illt til ţess ađ vita ađ ungir félagar í Ísland-Palestína gerđust sjálfviljugir "skotskífur" til ađ byssukúlur ćtlađar Arafat fćru frekar í ţá. Ţeir voru tilbúnir ađ deyja fyrir fjöldamorđingja en álasa Ísraelum fyrir ađ verja sitt land!
Biđjum Jerúsalem friđar- ţví menn ćtla greinilega ađ skipta henni og sundra ríki Ísraels. Ţeim hefur tekist ţađ međ kristna ríkiđ í Líbanon.
Snorri í Betel "
svar mitt:
Kaeri Snorri, og allt thid goda folk sem herna skrifid. Eg laet mer fatt um finnast um einstaka asakanir um ad vera gydingahatari og studningsmadur hrydjuverka, en thegar eg er sakadur um ad vera ad fela eitthvad tha finnst mer nog komid og akved ad svara fyrir mig. Eg aetti jafnvel ad leita rettar mins og kaera thar sem thetta eru hrein og bein meidyrdi.Mer thykir thetta faranlegt, i besta falli gratlegt ad thid skulid vera ad segja svona um mig. Eg styd ekki Hamas a nokkurn einasta hatt thar sem their beita ofbeldi (ad minu mati oasaettanleg adferd), og thadan af sidur er mer illa vid gydinga. Eg vil frid ofar ollu, og eg veit ad ofbeldi, hernadur og annad er ekki leidin til ad fa frid i thessu landi. Mitt verkefni herna i thessu landi er ad vera vitni ad thvi sem gerist herna megin mursins. Eg hef hitt marga goda israelsmenn, en einnig hef eg lent i mjog slaemum landnemum sem voru thad slaemir ad vid thurftum logreglu og hervernd til ad fara i eina skodunarferd um baeinn Hebron (Khalil).Eg er ekki reidubuinn til ad deyja fyrir einn malsstad eda annan, enda virdi eg lifid ofar odru. Thar af sidur hef eg ahuga a ad vera skotskifa eins og thu Snorri ordar thad. Hvernig i oskopunum finnur gudsmadur eins og Snorri sig knuinn til ad kalla fridelskandi mann eins og mig studningsmann hrydjuverkamanna? Eg skal gladur svara ollum thattum malsins ef morgunbladid hringir i mig og krefur mig frekari svara. Simanumerid mitt er a sidunni minni, og folki er gudvelkomid ad hringja i mig til Palestinu og spjalla vid mig.Snorri: Eg vona ad thu finnir frid i hjarta thinu. Eg mun koma til med ad leita rettar mins vegna thessarar athugasemdar thinnar thegar eg kem heim eftir rumar 2 vikur.
Takk kaerlega fyrir studninginn thid sem synid mer hann. Eg met thetta mikils, og ekki sidur Palestinska thjodin thar sem thetta kveikir a umraedum um astandid. Eg skal gladur sitja fyrir svorum thegar eg kem heim, og ef einhver vill sla a thradinn til min tha er numerid mitt birt i "um hofundinn".
Lifid heil
Gunnar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
15.7.2008 | 09:31
atvik...
"A eg ad skjota ykkur?? Viltu ad eg skjoti ykkur? Er sa franski alvarlega veikur? Hvad er hann ad gera med ykkur?? Afhverju aetti eg ad hleypa ykkur i gegn?? Naest thegar thid segid mer ad thid seud ad drifa ykkur tha skyt eg ykkur. Ekkert mal, eg segi bara ad eg hafi haldid ad thid vaerud hamas eda fatah og eg skyt ykkur. Mer er andskotans sama tho thid seud ad drifa ykkur a klinikina og ad thad bidi ykkar neydartilvik, eg skyt ykkur med sama moti ef thid reynid ad vera med einhverja staela! Eg aetti ad skjota ykkur nuna fyrir ad vera med staela!"
Thetta oskradi israelskur hermadur a okkur starfsfolkid i sjukrabilnum i morgun thegar vid vorum ad drifa okkur gegnum checkpoint thar sem okkar beid neydartilvik (alvarlega veikur sjuklingur sem thurfti laeknisadstod STRAX) hinumegin vid checkpointid. Svo otadi hann M-16 rifflinum sinum ognandi ad okkur. Thetta var i fyrsta skipti sem eg hef virkilega ordid hraeddur herna i Nablus.
Astandid er svona ljuft herna hmm...
14.7.2008 | 09:15
um hlutleysid
"one two three four! occupation no more! Five six seven eight, Israel is a fascist state!"
Eg get ekki lyst thvi hversu oft thessi ord hljoma i huga minum thessa dagana. Eg vaknadi i nott vid a franskur medleigjandi minn kom daudskelkadur inn til min. Fyrir mer var havadinn uti oskop edlilegur thar sem herinn kemur inn a hverri nottu med laeti, en i nott voru laetin orlitid meiri en i medallagi.
Eg lagdi af stad i thetta ferdalag med nokkud hlutlausum huga, og med tha hugmynd ad hjukkuhjartad mitt segdi mer ad hugga thann sem er kugadur. Nuna eftir ad hafa verid herna rumlega tvaer vikur finnst mer eg alveg hafa sed nog til thess ad segja ad eg er ekki lengur hlutlaus. Thar sem eg tel mig hafa einhvern vott af samvisku og manngaesku tha get eg ekki annad en tekid upp hanskann fyrir thann sem er verid ad kuga, nidurlaegja og svo lengi maetti telja.
Komum nuna med nokkur daemi um folk sem eg hef hitt sidustu dagana og hlutina sem thad sagdi mer (thegar eg kem heim skal eg birta myndir af thessu goda folki):
"Eg vildi oska ad their (israelsher) haettu. Eg vil geta sofid eina nott an thess ad ottast ad their sprengi husid mitt eda ad their skjoti mig. Eg thrai frid, og ef Gud lofar tha verdur fridur einn daginn" - karlmadur a fimmtugsaldri sem baud okkur frakkanum i te og vatnspipu.. Hann hefur buid i flottamannabudum fra barnsaldri.
"Eg hef verid skotinn 11 sinnum med gummikulum. I thrju af thessum skiptum fekk eg kuluna i hofudid. I adeins eitt skiptid var eg ad gera eitthvad af mer, og tha var eg ad henda grjoti i skriddrekann til ad beina athygli hans fra husinu minu sem hann stefndi a Eg var fimmtan ara thegar eg var skotinn fyrst" - nitjan ara karlmadur, busettur i flottamannabudum i Nablus. (Gummikulurnar eru fyrir tha sem ekki vita plast/gummihudadar stalkulur. Thaer geta audveldlega verid banvaenar hitti thaer a mjuka stadi a likamanum, og geta audveldlega beinbrotid manneskju. Thetta a ad vera "mannudlega leidin"...)
"Their handtoku mig bara. Bordu mig og lomdu timunum saman fyrir thad eitt ad vera a gangi a gotunni. I marga klukkutima lenti eg i barsmidum fra hermonnunum. Eg hef setid thrisvar inni, og eg hef aldrei gert nokkurn skapadan hlut af mer. Adeins verid a vitlausum stad a vitlausum tima." - 22 ara karlmadur sem hafdi setid inni thrisvar fra thvi ad hann var 15 ara gamall.
"Eg se engin taekifaeri i lifinu thvi thad er buid ad taka thau fra mer. Their lokudu pabba inni og thannig missti fjolskyldan tekjulind sina. Nuna i stad thess ad vera i skola thurfum vid ad selja saelgaeti a gotunum eda taka ad okkur smaverkefni til ad geta gefid okkur sjalfum ad borda. Eg se ekki fram a ad fara i skola, fa almennilega vinnu i framtidinni eda ad komast upp ur thessu astandi" - Karlmadur a tvitugsaldri um skort a taekifaerum.
"Eg var kennari. Mjog vel menntud og allt saman. Svo var husid mitt eydilagt, madurinn minn handtekinn og eg lenti a gotunni. Eg missti vinnuna lika, og serdu tharna a stettinni? Tharna liggur sonur minn. Stundum sofum vid a gotunni, en stundum faum vid inni hja aettingjum eda vinum. Eg thakka Gudi a hverjum degi fyrir thad ad hann se hraustur." - rumlega thritug kona. Fyrrum kennari sem missti husid sitt i einni af innrasum hersins.
"Eg held alltaf i vonina um frid. Eg hef ekkert a moti israelsmonnum sjalfum, en hermennirnir og stjornvoldin eru vond vid okkur. Afhverju getum vid ekki buid oll saman og verid i fridi?" - atta ara strakur
Segid mer nu godu lesendur: Hvernig a eg ad vera hlutlaus thegar eg se svona og heyri svona? Hvernig a eg ad vera hlutlaus thegar apartheid-stefnan i S-afriku fordum daga hljomar eins og lautarferd i samanburdi vid thad sem palestinumenn thurfa ad thola alla daga??? Eins og elsku madurinn i Hebron sem missti tvo born sin thegar israelskur landnemi henti eldsprengju inn um gluggann hja honum thvi hann vildi ekki selja husid sitt? Thad var ekkert gert i malinu! Hefdi palestinumadur gert slikt hid sama hefdi hid "yndislega og huggulega bragd" israela: collective punishment verid notad til hins ytrasta, sem hefdi tha thytt massivar innnrasir og eydileggingu.
Audvitad er eg ekki ad taka upp hanskann fyrir tha einstaklinga sem beita sjalfsmordssprengjuarasum, mordum og odru eins til ad berjast fyrir malsstadinn, en eg er ad reyna ad syna fram a hvernig astandid er i raun og veru. Her erum vid med einn oflugasta her heims (a.m.k var hann talinn thad i einhvern tima) a moti lettvopnudum militium, en tho oftast almennum borgurum. Byssuskot fyrir steinakast. Ibui fjolbylishus gerir eitthvad gagnvart israelum, ollum ibuum thess er refsad fyrir thad og husid eydilagt.
Eg spyr aftur: hvernig i oskopunum a eg ad vera hlutlaus?
Murinn sem a ad "vernda israelsmenn" og "koma i veg fyrir ad hrydjuverkamenn komist til israels" er i raun og veru ekkert annad en nidurlaeging, thvi thad eru hjaleidir uti um allt. T.d get eg alveg sloppid vid ad fara i gegnum checkpointid thegar eg fer ut ur Nablus, en thad thydir bara thad ad ferdin verdur um 30-40 minutum lengri. Ef hrydjuverkamadur myndi aetla ad sprengja sig upp i jerusalem tha held eg ad hann myndi ekki setja fyrir sig ad vera 40 minutum lengur a leidinni. Murinn thjonar thannig engum tilgangi odrum en theim ad valda otharfa tofum og nidurlaegja palestinumenn.
Eg hef tru a Palestinumonnum. Unga folkid theirra vill frid og thad thrair frid. Eldra folkid lika. Eg se svo mikinn kraft i thessu folki ad eg daist ad thvi i hvert skipti sem eg tala vid thau, svo mikill er barattuvilji theirra og einlaeg osk um frid. Framtidin er vonandi bjort hja thessu folki. Ef kugunin og nidurlaegingin haettir, ef Israelar andskotast til ad haetta thessu og loksins fara ad virda althjodalog, ef USA haettir ad beita neitunarvaldi sinu thegar alyktad er gegn mannrettindabrotum Israela, ef Israelar skila herteknu svaedunum, ef landnemarnir haetta ofbeldi sinu og ef allir taka hondum saman um ad skapa fridvaenlegt samfelag - tha vonandi faer thad folk sem lifir i dag ad sja frid i thessu landi.