5.12.2008 | 17:16
..þeir uppskera það sem þeir sá
Landtökumennirnir í Hebron tóku okkur ósköp fagnandi þegar við komum þangað í lok júni á þessu ári.
Strax um leið og hópurinn (sem var á vegum samtaka fyrrum hermanna ísraelshers, "Breaking the Silence") kom að "borgarhliðunum" var rútan stöðvuð og á móti okkur tóku þessir líka ljúfu ísraelsku landnemar. Þeir þustu að rútunni, reyndu að slá myndavélar úr höndunum á okkur og kölluðu okkur öllum illum nöfnum. Sumir þeirra voru vopnaðir vélbyssum og öðrum tólum.
Eftir að herlögregla og her voru mætt á staðinn tóku þessir yndislegu menn sér stöðu fyrir framan rútuna okkar (og sumir gengu upp að rútunni og öskruðu á okkur) og neituðu að hleypa okkur inn í bæinn þrátt fyrir að við hefðum dómsúrskurð upp á inngöngu.
Eftir heljarmikið þras við yfirvöld og endalausar svívirðingar í okkar garð fengum við loksins að komast inn í Hebron - í fylgd með nokkrum her- og herlögreglubílum. Þegar við komum að einhverjum merkilegum stað (moska feðranna eða e-ð - moska/sýnagóga í miðbæ Hebron) þusti að okkur stærri hópur landnema, öskraði á okkur, spurði okkur spurninga eins og "hvað tekurðu fyrir klukkutímann mellan þín?" og "hvar voru afar þínir og ömmur fyrir 60 árum síðan" og byrjuðu að ýta okkur, reyna að slá af okkur myndavélarnar og ógnuðu okkur. Ætli það hafi ekki verið um 40-50 hermenn og aðrir löggæslumenn á staðnum þegar mest var. Ég tek það fram að enginn úr hópnum yrti á landnemana eða sýndi nokkra ógnandi tilburði í garð þeirra. Við vorum aðeins þarna til að heyra um yfirgang landnema í garð Palestínumannanna sem þarna bjuggu, sem og á fleiri stöðum. Sögurnar sem við heyrðum frá þessum fyrrverandi hermönnum fengu marga til að fá tár í augun og aðra til að fyllast heift. Ég vaggaði milli beggja tilfinninga en reyndi að halda hlutleysi mínu.
Þegar við þurftum á endanum að hrökklast úr bænum og halda annað vegna þess að ekki var talið að hægt væri að tryggja öryggi okkar við þessar aðstæður tóku landnemarnir sig til og rústuðu búð Palestínsks manns sem var við götuna. Ástæðan? Jú, Palestínumaðurinn talaði við okkur. Afleiðingarnar fyrir landnemana af því að rústa ævistarfi manns? - jújú, nákvæmlega engar.
Svo uppskera menn sem þeir sá..
![]() |
Landtökumenn fluttir með valdi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Safna undirskriftum vegna skerts opnunartíma
- Íslendingur í lífshættu á Spáni
- Óvissan óþægileg: Mánaðarbið eftir niðurstöðu
- Snýr aftur til Íslands eftir fjórar aldir erlendis
- Segist ekki hafa beitt ofbeldi
- Innkalla lyftiduft sem virkar ekki
- Bætt aðgengi og styttri biðlistar með nýjum samningum
- 26 ráðherrar: Þjáningin á Gasa náð óhugsandi hæðum
- Dagbjartur Gunnar aðstoðar Daða Má
- Ríkislögreglustjóri veitir Dönum aðstoð
Erlent
- New York Times fjallar um bankaþjófnaðinn
- Ísrael neitar að um hungursneyð sé að ræða
- Tveir látnir og þúsundir á flótta
- Ráðherra og hershöfðingi deila opinberlega
- Rekstur Íslendinga í þrot eftir hneyksli
- Sprengingin í Drøbak var hefndaraðgerð
- Búa sig undir átök: Ekkert mun standa eftir
- Féll í öngvit vegna nóróveiru sekúndum fyrir slysið
- Einn látinn og þúsundir á flótta í Suður-Evrópu
- Aðstæðum líkt við fangabúðir í Rússlandi
Fólk
- Kylie Jenner fékk enga afmæliskveðju frá kærastanum
- Geimfarar á almyrkvahátíð á Hellissandi
- O (Hringur) best í Norður-Makedóníu
- Á von á sínu fyrsta barni 40 ára
- Cristiano Ronaldo trúlofaður
- Trektarbók Snorra-Eddu nú til sýnis í Eddu
- Við erum svona álíka reiðar
- Svona líta sléttuúlfarnir út í dag
- Auður sigraði í Ljóðasamkeppni Hinsegin daga
- Í líkama ömmu og mömmu
Íþróttir
- FHL - Fram, staðan er 2:1
- FH - Þór/KA, staðan er 5:3
- Víkingur R. - Breiðablik, staðan er 2:4
- Óvæntur stórsigur í Kaupmannahöfn
- Bætti heimsmetið enn og aftur
- Gerði góða hluti á Írlandi
- Liverpool gæti bætt við sig tveimur varnarmönnum
- Grealish fetar í fótspor Rooney og Gascoigne
- Heimir í eins leiks bann
- Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega dramatík
Viðskipti
- Sólheimajökull, Reynisfjara og Kirkjufell í nýjum tölvuleik
- Sala leyfð gegn hlutdeild
- Verðbólgan óbreytt þrátt fyrir tollana
- Hátt gengi krónu ekki sjálfbært
- Erlendum farþegum fjölgaði um 9,1% í júlí
- Kaupa hótel í miðbæ Selfoss
- Meðalhagvöxtur á Íslandi sterkur
- Fjármálastjóri Símans lætur af störfum
- Endurskoða þarf ýmis þingmál
- Norski olíusjóðurinn selur ísraelskar eignir sínar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.