22.7.2008 | 10:31
Born, fangelsi, sumarbudir og titillinn heidursflottamadur
"Eftir alltsaman erum vid oll mennsk. Mer er ekki illa vid hinn almenna borgara, en mer er ekki vel vid israelsstjorn, zionistana eda studningsmenn theirra. Sjadu hendina a mer... eg setti hendurnar fyrir mig thegar besti vinur minn var drepinn fyrir framan mig og their skutu samt i hendina a mer. Hvernig heldurdu ad thetta skapi vidhorf mitt gagnvart Israelsstjorn? Vid verdum engu ad sidur ad gera allt sem i okkar valdi stendur til ad fa frid og frelsi" - Shamer, 19 ara strakur sem er ad laera bradalidann i Nablus. Hann var 14 ara thegar hann var skotinn i hendina. Skotid for i gegn milli thumalputta og visifingurs, og orid sest vel i dag. "Fridur fyrir alla. Ekki bara okkur palestinumenn og Israela, heldur einnig fyrir folkid i heiminum. Thad er min eina osk" sagdi hann svo ad lokum. A laugardaginn hitti eg stulku a klinikinni med mjog lysandi nafn. Estiqlal, sem thydir sjalfstaedi. Um kvoldid lekum vid Dominique vid litlu strakana i gotunni okkar sem garga alltaf a okkur um fotbolta og segja "he my friend is donkey. He don't like Gudjohnsen". Yndislegir krakkar.
Sunnudagurinn var sidasti dagurinn minn a klinikinni i Sabastia. Dr Mohammad kvaddi mig med ordunum "Gud gefur gott, en Gud gefur lika thad slaema fyrir okkur mennina til ad gleyma ekki hversu gott vid getum haft thad se vilji okkar til betra lifs fyrir hendi. Ekki gleyma thvi Gunnar, ad lifid er heilagt og madur skyldi aldrei leita leida til ad eyda thvi". Orrustuflugvelarnar voru ovenju havaerar og lagfleygar thennan dag. Majdi segir mer ad thar sem thaer megi ekki aefa sig yfir israelskum borgum tha aefi thaer sig yfir theim palestinsku, med tilheyrandi havada, skemmdum a byggingum og hraedslu medal barnanna. Stundum brjota thaer hljodmurinn rett yfir borgunum og havadinn verdur aerandi. Fyrir nokkrum arum sidan hrapadi ein flugvel rett vid Nablus, og tilviljun ein redi thvi ad hun lenti utan smabaejar hinumegin vid fjallid.
Gaerdagurinn var yndislegur. Vid Dominique forum saman i sumarbudir fyrir born fanga i gomlu borginni. Thar raeddum vid vid nokkur born med adstod tulks, og her eru nokkrar fleygar setningar:
Hadir og Ranin (15 og 16 ara systur): ,,Astandid var mjog erfitt medan mamma var i fangelsi, og vid soknudum hennar mikid. Vid saum handtokuna thegar israelskir hermenn toku alla fjolskylduna ut a gotu". Their toku modur hennar afsidis og sogdu bornunum ad fara inn - mamma theirra kaemi eftir minutur. Einnig rustudu their heimili afa theirra, toku allar myndir ut af heimilinu, drapu fraenda theirra og eydilogdu hus theirra. Thaer heyrdu fyrst fra henni 5 manudum eftir handtokuna og tha hafdi hun ekki verid akaerd, en thaer voru anaegdar ad hun vaeri vid goda heilsu, thar sem heilsan var mjog slaem vid handtokuna.
,,Mamma er breytt nuna. Hun talar odruvisi vid okkur nuna. Hun er veikari, daprari og lidur ekki vel." Stelpurnar voru tregar ad tja sig um tilfinningar sinar thratt fyrir tilraunir minar og tulksins og augljost vr ad thaer voru i mikilli afneitun um tilfinningar sinar.
Eg spurdi krakkana hvort thau heldu ad fridur myndi nast, og adeins eitt theirra (thridja barnid, 10 ara strakur ad nafni Waled) sagdi ja. Hadir sagdi ad thad vaeri engin von um frid thvi israelar skjoti folk. Hun neitar fridi lika, thvi ad fridur muni ekki faera theim astvini theirra aftur. Hun vonar samt ad einn daginn verdi haegt ad lifa an otta.
"vid viljum framtid" sagdi svo Ranin i lokin.
Einnig hitti eg 17 ara stelpu ad nafni Dima Ahmed Yussef sem vann i sumarbudunum. Hana langar ad verda frjalsithrottakona og hjukrunarfraedingur. Hana langar ad fara til utlanda i skola, en thar sem hun kemst stundum ekki ut ur Nablus tha segir hun ad thaer vonir seu erfidar ad halda i.
Seinna um daginn forum vid til Balata flottamannabudanna thar sem eg afhenti peningagjofd ur sofnum Thorbjargar Sveinsdottur. Thessi hluti peninganna mun nytast bornum i sumarbudum til ad eiga frabaert ferdalag og thannig komast ut ur theim thronga og erfida veruleika sem thau bua vid, tho ekki se nema i einn dag. Vid taekifaerid vorum vid Dominique gerdir ad heidursflottamonnum i Balata. Naesta skref verdur ad laera ad:
-sofa rolegur tho skot/sprengihvellir seu alla nottina
-klaedast rifnum gallabuxum og vera berfaettur
-hafa ekkert opid svaedi i kringum sig i fleiri daga
-hafa litla sem enga moguleika a ad flytja ur budunum
-borda sardinur og hveiti sem vid faum fra hjalparsamtokum
-thola barsmidar og innrasir a heimilid
-ooog svo audvitad ad laera steinakast.
Vid faum skirteini upp a thetta thegar vid komum naest tho vid forum ekki i gegnum "thjalfunina".
Um kvoldid vorum vid Dominique a leidinni heim thar sem vid gengum framhja proflokapartii (med ADEINS strakum audvitad), og vid vorum umsvifalaust rifnir inn i dansinn, latnir dansa fra okkur allt vit, var hent upp i loftid (heitir thad ekki ad tollera eda eitthvad thannig??), vorum settir a hahest og svo spjolludum vid vid strakana i dagoda stund eftir thad, eda thangad til vid thurftum ad drifa okkur adur en herinn kaemi inn.
Jaeja, hef thetta ekki lengra i bili. Eg er annars haettur vid ad fara til Gaza vegna timaskorts, en eg verd a allnokkru flakki (reyna ad sja Obama a morgun i Ramallah, Jordania um helgina, tel aviv i naestu viku etc..) naestu dagana thannig ad eg lofa engu um blogg hja mer.
Hafid thad sem allra best gott folk
-Gunnar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Halló heiðursflóttamaður :) Bara að kikka á síðuna og senda þér kveðju. Frábærar frásagnir. Við pops erum í Bogotá - knús, moms
Helga (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.