8.7.2008 | 14:38
Ad hemja reidina
Flott. Tha er eg kominn a frettasiduna. Juhu!!
Neinei.. Ad ollu gamni sleppt tha akvad eg ad tengja bloggfaersluna vid frett vegna thess ad eg fekk email adan fra manneskju sem helt ad eg vaeri i haettu. Frettirnar af thessu svaedi eiga thad til ad hraeda samlanda okkar sem vita af okkur herna i Nablus.
Godu frettirnar eru thaer ad vid gaetum varla verid oruggari i thessari "hofudborg hrydjuverkamanna a vesturbakkanum".
Thau orfau skipti sem hermennirnir skipta ser af okkur herna i Nablus eru venjulega af einskaerri forvitni (rett tvitugir krakkar sem leidist i vinnunni og vilja stundum fa ad gera eitthvad annad en ad huxa um sprengingar eda ad drepa i vinnunni), tho stundum hafi their ordid agengir og jafnvel hindrad for annarra sjalfbodalida.
Eg sjalfur svaf blessunarlega vel i nott. Atti erfitt med ad sofna i gaerkvoldi thratt fyrir gifurlega threytu vegna anna undanfarna daga, thannig ad eg akvad ad taka inn halfa Imovane sem eg lumadi a i toskunni. Flestir ibuar Nablus svafu vist ekki vel skildist mer, thannig ad vist er ad thonokkud mikid gekk a i nott.
En ad meginmali faerslunnar.
"Frid? Hvada andskotans frid?? Hvernig a eg ad geta viljad frid ef thetta er veruleikinn sem folk lendir i naer daglega?? Segdu mer vinur: Ef thu verdur vitni ad thvi ad fjolskylda thin er drepin "ovart", husid thitt eydilagt og ther bannad ad stunda vinnu vegna thess ad veggur skilur ad husarustirnar og vinnustadinn - segdu mer enn: Hvad i oskopunum gerir thu?? Er virkilega haegt ad aetlast til thess af manni sem hefur lent i thessum adstaedum, ad hann geri ekki neitt? Er haegt ad verda hissa a thvi ef thessi madur sem hefur misst allt - gangi upp ad vardstod og taki sitt eigid lif asamt nokkurra hermanna i leidinni? Thad er haegt, en thad er mjog erfitt ad fyrirgefa folki sem tekur fra ther allt sem thu lifir fyrir. Hvernig i andskotanum a thessi madur ad vera EKKI fullur haturs og biturleika ut i misgjordamenn sina??"
- Thessi malsgrein kom ut ur manni sem eg raeddi stuttlega vid um daginn. Eg spurdi hann hvernig best vaeri ad berjast a fridsamann hatt gegn hernaminu. Eg sagdi honum sogu af manninum sem eg kynntist i Brasiliu sem hafdi misst alla fjolskyldu sina fyrir allnokkrum arum sidan i gotubardaga i einu af fataekrahverfum Rio de Janeiro. Fjolskylda hans var a gangi eftir gotunni, lenti mitt a milli i bardaga tveggja glaepagengja og do. Kona og tveir synir. I stad thess ad taka upp byssu, ganga upp ad foringjunum og drepa tha (thad var audvelt i hans tilviki thar sem hann thekkti vel til og gat audveldlega komist ad theim badum), for hann til foringja beggja gengja, klappadi theim a oxlina og sagdi: "eg fyrirgef ther, og eg vona ad svo geri adrir". Med thvi ad drepa tha ekki vard hann sjalfur ekki ad theim sem hann var ad fyrirgefa. Thad ad drepa tha lika hefdi ekki gert hann ad betri manni og hvad tha hefdi thad faert honum fjolskyldu hans aftur. Mogulega hefdi hann getad komid i veg fyrir ad fleiri saklausir myndu falla fyrir theirra hendi, en thott hann hefdi drepid tha hefdu adeins adrir komid i theirra stad.
Mikil og gofug gjord ad minu mati, en eg sjalfur skil varla med nokkru moti hvernig haegt er ad fyrirgefa svona. Fyrsta hugsunin hja flestum okkar vaeri ad a) reyna ad fa logregluna til ad gera eitthvad - sem hun gerir hvorki i palestinu (gegn hernum tha) ne i Rio (nema i orfaum undantekningartilvikum), eda b) gera eitthvad sjalfur - auga fyrir auga. Thessi madur hafnadi ofbeldinu i thessu tilviki, og eg get varla fundid betri leid til ad takast a vid hlutina.
Thad er erfitt ad hemja reidina. Thvi held eg ad fair geti neitad, og serstaklega i tilvikum sem thessum.
"Eg vona svo sannarlega ad israelsmenn fari i strid vid Iran. Their myndu stortapa thvi stridi og lata okkur frekar i fridi. Their myndu einnig beina athygli sinni annad en ad okkur. Eitt kvold an innrasar vaeri yndislegt".
Thetta sagdi einnig onafngreindur kunningi minn herna i umraedum um hvort strid vid Iran vaeri malid eda ekki. Merkilegt hvernig allt i thjodfelaginu snyst um hefnd og otta vid ad verda fyrir henni. Eg passa mig ad angra ekki neinn vegna thess ad tha gaeti vidkomandi angrad mig a moti og jafnvel eitthvad verra. Med thessu ognarjafnvaegi skridur mannkynid gegnum soguna. Ekki ger af ther, annars verdurdu hengdur. Ekki stela, thvi tha missirdu hendina. Ekki brjota a a rettindum annarra, thvi tha verdur brotid a rettindum thinum. Ekki er eg svo mikill hugsudur ad fara ad koma med einhverja nyja lausn a hlutunum, en mig langar ad opna umraeduna um hefndina. Er ekki haegt ad gera eitthvad annad en ad hefna sin ef eitthvad er gert a hlut manns, sama hvort madur er riki, stofnun eda einstaklingur?.
Mer bra svolitid adan thegar eg gekk nidur i bae. I stad fallegs baenakalls ur morgum attum, hljomadi reidioskur ur ollum moskum - samtengt og alles heyrdist mer. Eg veit ekki hvad var nakvaemlega sagt, en lausleg thyding sem eg fekk fra manni uti a gotu var "helvitis israel, helvitis hernam, hvernig geta their gert thetta mannhelvitin? Vid eigum ekki ad lata vada svona yfir okkur." asamt fleiri fallegum ordsendingum i gard israelsstjornar/hers. Eg hef heyrt fleiri en einn og fleiri en fjora tala um ad thridja intifadan se yfirvofandi. Thad se bara timaspursmal hvenaer af henni verdi, og spurningin er hvort hun verdi kroftugri en hinar tvaer. Aetli thad vaeri ekki daemigert ad hafa slika a medan israelsher vaeri busy ad radast a Iran?
Eg trui ekki a ofbeldi, og styd thad thadan af sidur. En eg get verid fullkomnlega sammala theirri fullyrdingu ad spennan se ad magnast upp herna a vesturbakkanum, og thad se bara timaspursmal hvenaer sjodi uppur. Blastu i blodru i lengri tima og thad kemur ad thvi ad hun tholir ekki lengur alagid og springur med hvelli.
Vonandi verdur thessi hvellur adeins hvellur til ad lata i ser heyra (baedi til blasarans og theirra sem i kringum hann eru), en ekki hvellur sem theytir blodrunni harkalega framan i blasarann og faer samud hinna med honum thannig ad bladran verdur ad ovini.
Fridur se med ykkur (eg kemst ekki yfir thad hversu falleg thessi kvedja araba er)
-Gunni
Ráðist inn í verslunarmiðstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Athugasemdir
mikið er gott að heyra að þið séuð alveg örugg, ég segi nú ekki meira!:) var orðin mjög áhyggjufull hérna megin - frétttirnar og allt. Þú ert að gera svo góða hluti gunni, stollt af þér og hlakka til að sjá ykkur á klakanum;)
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:13
Wa alaikum as salam wa rahmatullahi wa barakatuhu, elsku Gunni minn. Svona heilsuðumst við alltaf í Indónesíu. Í staðin fyrir að banka kallaði ég þetta fyrir utan húsin, eða bara Wa alaikum.
Það er alveg jafn líklegt að vera á gangi í Reykjavík og vera stunginn eða barinn til ólífs eins og að lenda í lífshættu annars staðar í heiminum.
Við sjáumst í haust.
Erna Eiríksdóttir, 9.7.2008 kl. 09:04
Saell elskan, eitt og annad ad gerast hja ther og kringum thig !
Thetta er interessant, thetta med hefndina - thad er ju ekkert baett med thvi ad gera slaema hluti a moti og vidhalda ottanum og auka hann ! Daemi um odruvisi vidbrogd ma t.d. finna medal Bantu folksins i S- Afriku, thegar Mandela asamt Fridar og Sattanefndinni leiddi saman gerendur og tholendur sem for i gegnum mikid sattaferli og "sakir" voru upp gefnar.
Vid papi thinn erum nuna a Haiti, thar sem vid verdum naestu 2 vikurnar. Haltu afram ad lata thinn innri frid breidast ut...
love, moms
Helga (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 00:07
Orð í Tíma Töluð
Steinþór Ásgeirsson, 16.7.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.