Leita í fréttum mbl.is

Örstutt færsla

Jæja... hérna kemur það sem ég hef punktað niður hjá mér síðan ég skrifaði síðast:
7.dagur - þriðjudagur - Ég er spurður af einum lækninum hvað mér finnist vera slæmt við Palestínu. Mér dettur ekkert í hug í fyrstu, en síðan ég skrifaði þetta niður hef ég vcerið að velta þessu fyrir mér og reynt að sjá það slæma sem leynist hérna inni á milli. Ég á samt ekki að svara honum fyrr en ég kem til Íslands. Maðurinn sem ég spjallaði við í gær (á mánudaginn) talaði um hversu mikinn rétt Palestínumenn ættu á landinu, .þar sem þ.eir hafi verið hérna frá því áður en gyðingdómur, islam og kristnin urðu til. [hitinn er að gera út af við mig og helv... viftan min bilaði í nótt!!!] - [ætli ég drepist frekar í bílslysi hérna frekar en fyrir hendi hermanns eða andspyrnumanns?? (skrifað í leigubíl)].
"Miðað við Nablus er vesturbakkinn frjáls" - þetta sagði maður mér á spjalli í gærkvöldi fyrir utan blokkina þegar leigusalinn og fjölskylda hans buðu mér upp í vatnspípu og te, Það sem hann meinar með þessu er ekkert endilega að Nablus sé verr stödd frekar en t.d Hebron sem er undir stöðugu ofbeldisfullu areiti landnema, heldur um skortinn á tækifærum hérna. Biturleikinn í hersetuna og allt ástandið kringum hana skein úr augum og orðum þessa manns. Fólk fær ekki vinnu við hæfi, börnin sjá ekki framtíð í lífi sínu.

"hurðin var opin!! Þið hefðuð getað andskotast til að sleppa sprengjunum og gengið inn!!" - þetta sagði Majdi vinur minn og leiðbeinandi við innrás ísraelskra hermanna á heimili hans. Hann sagði mér þetta um tilefnislausa innrás á heimili hans fyrir nokkru síðan, sem endaði með vandræðalegu "jæja...úps" frá hermanninum sem stjórnaði aðgerðinni. Rauðu ljósdeplarnir á bringunni hans þegar hann steig óvopnaður út og dauðhræddur sögðu allt sem segja þurfti um hvernig þetta hefði getað endað hefði Majdi ekki kunnað hárrétt viðbrögð við innrás.

Mér líst ágætlega á að blogga á þessu formi - koma með búta úr samræðum sem ég lendi í, og segja svo örlítið frá hinu og þessu sem ég kynnist. Með samræðunum við fólkið hérna finnst mér ég kynnast ástandinu betur, og þannig held ég að ég vilji kynna það fyrir ykkur sem lesa bloggið.

Annars er ég að fara að kenna eldblástur í nablus sirkusnum á morgun... Það er MJÖG langt síðan ég gerði slíkt síðast, en ég skal allavega reyna að kenna þeim það litla sem ég kann, og þannig koma þeim á sporið.
Það verða svo mótmæli hérna á laugardaginn þar sem sýnd verður samstaða með fjölskyldum þeirra palestínsku fangha sem sitja í fangelsum í ísrael, og ég mun koma til með að mæta á þau. Ég verð einkennisklæddur í vesti læknasamtakanna og mun gera mitt besta til að sýna samstöðu með fólkinu, sem og að segja sögu þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ Gunnar,

Bara að kvitta fyrir innkikkið á síðuna þína -

þú ert alveg frábær penni - nú sem endranær og það er spennandi að fylgjast með þér og þínum samverkamönnum í Palestínu !

Take care my beloved son :)

 moms

Helga R (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Skemmtilegar færslur alltaf hreint hjá þér:) Gott líka að þú sért á fullu að gera eitthvað spennandi til að segja frá.

Aron Björn Kristinsson, 2.7.2008 kl. 20:15

3 identicon

BRAAAAA!!!!

Gaman að heyra af þessu!

Sendi þér hérna link á vídjó af nýja brettinu mínu in action!

http://youtube.com/watch?v=bDs_kGd59VA

Vei vei!

Hlakka til að heyra í þér.

Rakknar 

Rakknar Bróðir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:31

4 identicon

Mikið finnst mér gaman að fylgjast með ferðasögu þinni, eins og að lesa bók, (Þú verður að gefa út bók þegar heim kemur)

H'ER er allt gott að frétta, Sesar hefur það fínt, borðar eins og herforingi, spjallar við okkur, farinn að slappa af í sambandi við litlu orrustuvélarnar sem eru fljúgandi um allt. Hann er einmitt núna að smella í góm, og segja "GEFÐU koss"; svo heyrist bank, bank, "Kom inn" mikið sagt "HA?" Hæ, góðan daginn kallinn minn (VIÐ mig); góða nótt, svo kallar hann á okkur. Elskar stappaðar kartöflur, baunir, corn on the cob, ég býð honum að smakka og hann gerir það, flest þykir honum gott. Vill vera með okkur í kösinni á kvöldin að horfa á sjónvarpið, litlu dýrin eru að verða sátt við það að hann sé með. Fór í sturtu með mér. Ég beið eftir að hann spyrði "Do I know you?"
Við höfum ofsalega gaman af honum og hann fær mikla athygli, sem hann kann vel að meta!
Ég held áfram að fylgjast með hjá þér, þú mátt líka alveg senda mér mail, tess87@internet.is Kær kveðja frá Sesari, gangi þér vel!

Shirley Anna (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:32

5 identicon

hæ hæ frábærar færslur, gaman að lesa, knús til önnu;)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Pétursson
Gunnar Pétursson
Höfundur er hjúkrunarfræðinemi staddur í Palestínu dagana 26.júní til 2.ágúst
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband